
Fylkir vann sigur á KR og er komið í úrslitaleik Lengjubikarsins. Liðinu er spáð beint upp úr Lengjudeildinni.
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardaginn var ótímabæra spáin fyrir Lengjudeildina uppfærð. Baldvin Már Borgarsson sérfræðingur þáttarins mætti í hljóðver og skoðaði liðin í annað sinn í vetur, en hann hafði fyrst rýnt og spáð í deildina fyrir rúmum mánuði síðan.
Lengjudeild karla fer af stað 2. maí. Aðeins efsta liðið kemst beint upp. Liðin í sætum 2-4 fara svo í umspil sem lýkur með úrslitaleik á Laugardalsvelli.
Baldvin spáir því núna að Fylkir vinni Lengjudeildina og fari því beint upp aftur, en HK var í efsta sætinu í fyrstu ótímabæru spánni. HK, Keflavík, Njarðvík og Þróttur er spáð umspilssæti.
Lengjudeild karla fer af stað 2. maí. Aðeins efsta liðið kemst beint upp. Liðin í sætum 2-4 fara svo í umspil sem lýkur með úrslitaleik á Laugardalsvelli.
Baldvin spáir því núna að Fylkir vinni Lengjudeildina og fari því beint upp aftur, en HK var í efsta sætinu í fyrstu ótímabæru spánni. HK, Keflavík, Njarðvík og Þróttur er spáð umspilssæti.
Ótímabæra spáin (2. útgáfa)
1. Fylkir (+1)
2. Keflavík (+1)
3. HK (-2)
4. Þróttur
5. Njarðvík
6. Leiknir
7. Þór (+2)
8. ÍR (+2)
9. Grindavík (-2)
10. Fjölnir (-2)
11. Selfoss
12. Völsungur
Athugasemdir