Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 20. apríl 2021 13:22
Elvar Geir Magnússon
PSG staðfestir að félagið sé mótfallið Ofurdeildinni
Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG.
Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Franska stórliðið Paris Saint-Germain hefur staðfest að það sé mótfallið áformum um stofnun Ofurdeildar.

Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG, segir í tilkynningu að félagið leggi áherslu á að fótbolti sé fyrir alla.

Það vakti furðu marga að PSG væri ekki meðal þeirra tólf félaga sem tilkynntu um stofnun sérstakrar Ofurdeildar.

„Sem fótboltafélag erum við fjölskylda og samfélag. Stuðningsmennirnir eru undirstaða okkar. Þetta er eitthvað sem ekki má gleymast," skrifar Nasser Al-Khelaifi.

PSG styður breytingar á fyrirkomulagi Meistaradeildar Evrópu.

„Við teljum að áætlanir sem njóta ekki stuðnings UEFA, samtaka sem hafa unnið með framgang og hagsmuni fótboltans að leiðarljósi í næstum 70 ár, leysi ekki þau mál sem fótboltaheimurinn stendur núna frammi fyrir heldur séu knúnar fram af eiginhagsmunum."

„PSG heldur áfram að vinna með UEFA og hagsmunaaðilum fótboltafjölskyldunnar þar sem áherslan er lögð á virðingu fyrir öllum."
Athugasemdir
banner
banner
banner