Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 20. apríl 2021 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Valgeir er einn metnaðarfyllsti leikmaður sem ég hef kynnst"
Valgeir er á láni út tímabilið á Englandi.
Valgeir er á láni út tímabilið á Englandi.
Mynd: Brentford
Stefan var hjá Brighton á árunum 2016-19
Stefan var hjá Brighton á árunum 2016-19
Mynd: Aðsend
Stefan Alexander Ljubicic gekk árið 2016 í raðir Brighton frá uppeldisfélaginu Keflavík. Stefan var þá sextán ára gamall, að verða sautján. Stefan var hjá Brighton í akademíu félagsins í þrjú ár. Hann er í dag leikmaður HK en þessa stundina er einn leikmaður HK á láni hjá varaliði Brentford á Englandi.

Það er Valgeir Valgeirsson sem er átján ára gamall. Stefan var spurður út í Valgeir.

Nú er Valgeir hjá Brentford, þú æfðir með leikmönnum á hans aldri þegar þú varst hjá Brighton. Hvað geturu sagt mér um Valgeir?

„Hann er einn efnilegasti leikmaður á landinu þessa stundina. Hann á skilið að vera á þeim stað sem hann er á í dag. Það eru ekki margir á hans aldri sem eru að spila svona mikið og að standa sig vel, allavega ekki í Pepsi Max-deildinni," sagði Stebbi.

„Hann hefur alla kosti til að standa sig vel og meika það. Þú ferð ekkert út án þess að vera góður. Ég er alltaf í bandi við hann, við erum mjög góðir vinir og ég veit að þeir eru mjög ánægðir með hann. Hann getur blómstrað úti og ég held að hann geri það."

„Hann er núna að sanna sig fyrir þeim og ég segi alltaf við hann að stoppa ekki, vilja alltaf gera meira, það er gott fyrir mann.“


Sérðu einhverja líkingu með honum og einhverjum sem þú æfðir með, varðandi metnað og annað?

„Ég get sagt þér það að Valgeir er einn metnaðarfyllsti leikmaður sem ég hef kynnst, á þessum aldri allavega. Þegar ég var úti þá voru ekkert allir að mæta tveimur tímum fyrr og fara í ræktina."

„Það þurfa allir að taka eitthvað auka, það er skylda en Valgeir gerir það á hverjum einasta degi. Maður sá það líka á æfingum með HK. Hann er með svo gott attitude, hann var yngstur og var alltaf með boltana og keilurnar á hreinu. Þeir yngstu eiga að sinna því hlutverki og hann var alltaf með það upp á tíu. Það mun hjálpa honum í framtíðinni og ekkert slæmt sem ég get sagt um hann,“
sagði Stebbi.

Annað úr viðtalinu við Stefan:
Stefan Ljubicic: Ég er tæpir 2 metrar, hvað á ég að gera á kantinum?
Vann titilinn og var í körfuboltalandsliðinu - „Pabbi hefði ekki verið ánægður"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner