Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   þri 20. apríl 2021 19:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Wenger: Stuðningsmenn voru ekki að fara samþykkja þetta
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, sigursælasti stjóri í sögu Arsenal, hefur tjáð sig um Ofurdeildina og atburði kvöldsins. Hann gerir það í kjölfar þeirra tíðinda að Chelsea og Manchester City ætla sér ekki að taka þátt í deildinni og er búist við því að fleiri félög elti þau í þeirri ákvörðun.

„Það kemur mér ekki á óvart að þetta entist ekki lengi," sagði Wenger.

„Þessi keppni hunsaði meginreglurnar um verðleika íþrótta. Með því var verið að eyðileggja deildarkeppnirnar og það er eitthvað sem stuðningsmenn voru ekki að fara samþykkja," bætti Wenger við.

Ekkert hefur heyrst frá Arsenal í kvöld og er ekki búist við neinu þaðan þetta kvöldið.

Wenger vann ensku úrvalsdeildina í þrígang með Arsenal, varð bikarmeistari sjö sinnum og vann samfélagsskjöldinn einnig sjö sinnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner