Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
banner
   lau 20. apríl 2024 22:50
Haraldur Örn Haraldsson
Sjáðu fallegt mark Björns Daníels - „Tók hann bara í fyrsta og sem betur fer fór hann inn“
Markið má sjá neðst í fréttinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Björn Daníel Sverrisson leikmaður FH var frábær í leik dagsins þegar liðið hans vann 2-0 á móti HK í Kórnum.


Lestu um leikinn: HK 0 -  2 FH

„Frábær sigur, það er alltaf mjög erfitt að koma inn í Kórinn og ná sér í stig. Það hefur gengið erfiðlega fyrir okkur síðustu ár. Mér fannst við bara 'solid' í dag varnarlega, svo bara fengum við færi og nýttum tvö af þeim. Þannig bara frábær þrjú stig og góð byrjun á mótinu."

Björn skoraði virkilega fallegt mark þar sem Ísak Óli sendi boltan inn í teiginn frá eigin vallar helmingi. Björn síðan kemur með frábæra móttöku og klárar mjög vel.

„Ég sá bara boltann þarna í öftustu línu og það er Ísak sem sendir hann upp. Ég er þarna milli tveggja varnarmanna og er meðvitaður um það að ég get tekið hann niður, svo bara næ ég snertingu og um leið að ég lít upp sé ég að Arnar er kominn út úr markinu þannig ég tók hann bara í fyrsta og sem betur fer fór hann inn. Frábært í laugardags leik klukkan 2 að vinna 2-0 og skora mark."

FH hefur litið betur út í byrjun tímabils en margir bjuggust við en Björn segir að andinn í hópnum sé mjög góður.

„Undirbúningstímabil er alltaf undirbúningstímabil og það er nýtt til þess að æfa vel og koma smá skipulagi í liðið. Við fengum ekkert alltaf úrslitin sem við vildum í undibúnings leikjunum en þeir skipta svo sem engu máli þegar þú kemur inn í mótið, það er hvernig þú kemur inn í mótið. Mér finnst byrjunin fín, það er kannski það sem við þurfum að gera betur en á síðasta ári er að ná þessum stöðugleika. Ná mörgum leikjum í röð að spila vel og þetta er svona vonandi byrjunin á því."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan en markið má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner