Tilboð væntanlegt í Ederson - Man Utd hefur rætt við Frank og Pochettino - Frank, Maresca, McKenna og De Zerbi á blaði Chelsea
Hemmi Hreiðars: Ekkert mikið meira sem við getum gert
Gunnar Heiðar: Sérstakt að mæta vinum mínum
Áttu Blikar að fá víti? - „Fann vel fyrir því að hann steig á mig“
Rúnar Kristins: Engin skömm að tapa fyrir Breiðabliki
Eyjó Héðins: Frábær kvöldstund fyrir okkur Kópavogsbúa
Haddi: Sanngjarn stór sigur hjá Stjörnunni
Jökull: Við vildum koma inn af krafti
14 ára spilar sinn fyrsta leik „Takk Jökull fyrir tækifærið"
Heimir: Vonbrigði að fá ekki meira út úr leiknum
Addi Grétars: Með ólíkindum að Gylfi hafi ekki séð það
Sindri: Viðurkenni að ég beið smá eftir flautinu og ánægjulegt að það kom ekki
Birkir Már: Óþolandi að línuvörðurinn sjái ekki að markvörðurinn ver fyrir utan teig
Helgi Guðjóns: Ég sá þetta sem klárt víti
Arnar Gunnlaugs: Þú getur alveg eins flippað coin til að ákveða hverjir myndu vinna
Jón Þór: Hann hrynur í jörðina eins og hann hafi verið kýldur og nefbrotinn
Kristrún Ýr: þetta er bara klassískt Keflvískt veður
Gregg Ryder: Við gáfum þeim tvö mörk
Ólafur Kristjáns: Annaðhvort skríður þú undir stein og felur þig eða ferð upp á steininn
Davíð Smári: Heilt yfir pínu svekktur að hafa ekki náð að klára þetta
Árni Guðna: Þetta var bara hræðilegt
   lau 20. apríl 2024 22:50
Haraldur Örn Haraldsson
Sjáðu fallegt mark Björns Daníels - „Tók hann bara í fyrsta og sem betur fer fór hann inn“
Markið má sjá neðst í fréttinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Björn Daníel Sverrisson leikmaður FH var frábær í leik dagsins þegar liðið hans vann 2-0 á móti HK í Kórnum.


Lestu um leikinn: HK 0 -  2 FH

„Frábær sigur, það er alltaf mjög erfitt að koma inn í Kórinn og ná sér í stig. Það hefur gengið erfiðlega fyrir okkur síðustu ár. Mér fannst við bara 'solid' í dag varnarlega, svo bara fengum við færi og nýttum tvö af þeim. Þannig bara frábær þrjú stig og góð byrjun á mótinu."

Björn skoraði virkilega fallegt mark þar sem Ísak Óli sendi boltan inn í teiginn frá eigin vallar helmingi. Björn síðan kemur með frábæra móttöku og klárar mjög vel.

„Ég sá bara boltann þarna í öftustu línu og það er Ísak sem sendir hann upp. Ég er þarna milli tveggja varnarmanna og er meðvitaður um það að ég get tekið hann niður, svo bara næ ég snertingu og um leið að ég lít upp sé ég að Arnar er kominn út úr markinu þannig ég tók hann bara í fyrsta og sem betur fer fór hann inn. Frábært í laugardags leik klukkan 2 að vinna 2-0 og skora mark."

FH hefur litið betur út í byrjun tímabils en margir bjuggust við en Björn segir að andinn í hópnum sé mjög góður.

„Undirbúningstímabil er alltaf undirbúningstímabil og það er nýtt til þess að æfa vel og koma smá skipulagi í liðið. Við fengum ekkert alltaf úrslitin sem við vildum í undibúnings leikjunum en þeir skipta svo sem engu máli þegar þú kemur inn í mótið, það er hvernig þú kemur inn í mótið. Mér finnst byrjunin fín, það er kannski það sem við þurfum að gera betur en á síðasta ári er að ná þessum stöðugleika. Ná mörgum leikjum í röð að spila vel og þetta er svona vonandi byrjunin á því."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan en markið má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner