Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
   lau 20. apríl 2024 22:50
Haraldur Örn Haraldsson
Sjáðu fallegt mark Björns Daníels - „Tók hann bara í fyrsta og sem betur fer fór hann inn“
Markið má sjá neðst í fréttinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Björn Daníel Sverrisson leikmaður FH var frábær í leik dagsins þegar liðið hans vann 2-0 á móti HK í Kórnum.


Lestu um leikinn: HK 0 -  2 FH

„Frábær sigur, það er alltaf mjög erfitt að koma inn í Kórinn og ná sér í stig. Það hefur gengið erfiðlega fyrir okkur síðustu ár. Mér fannst við bara 'solid' í dag varnarlega, svo bara fengum við færi og nýttum tvö af þeim. Þannig bara frábær þrjú stig og góð byrjun á mótinu."

Björn skoraði virkilega fallegt mark þar sem Ísak Óli sendi boltan inn í teiginn frá eigin vallar helmingi. Björn síðan kemur með frábæra móttöku og klárar mjög vel.

„Ég sá bara boltann þarna í öftustu línu og það er Ísak sem sendir hann upp. Ég er þarna milli tveggja varnarmanna og er meðvitaður um það að ég get tekið hann niður, svo bara næ ég snertingu og um leið að ég lít upp sé ég að Arnar er kominn út úr markinu þannig ég tók hann bara í fyrsta og sem betur fer fór hann inn. Frábært í laugardags leik klukkan 2 að vinna 2-0 og skora mark."

FH hefur litið betur út í byrjun tímabils en margir bjuggust við en Björn segir að andinn í hópnum sé mjög góður.

„Undirbúningstímabil er alltaf undirbúningstímabil og það er nýtt til þess að æfa vel og koma smá skipulagi í liðið. Við fengum ekkert alltaf úrslitin sem við vildum í undibúnings leikjunum en þeir skipta svo sem engu máli þegar þú kemur inn í mótið, það er hvernig þú kemur inn í mótið. Mér finnst byrjunin fín, það er kannski það sem við þurfum að gera betur en á síðasta ári er að ná þessum stöðugleika. Ná mörgum leikjum í röð að spila vel og þetta er svona vonandi byrjunin á því."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan en markið má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner