Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   lau 20. apríl 2024 15:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Man City og Chelsea: Haaland ekki í hóp - Enzo Fernandez snýr aftur
Mynd: EPA

Byrjunarliðin í leik Man City og Chelsea í undanúrslitum enska bikarsins eru komin í hús. Það eru fjórar breytingar á liði Man City.


Erling Haaland er að kljást við meiðsli og er ekki í leikmannahópi Man City. Julian Alvarez er í fremstu víglínu með Phil Foden og Jack Grealish sitthvoru megin við sig.

Stefan Ortega er í markinu. John Stones og Nathan Ake koma inn fyrir Ruben Dias og Josko Gvardiol.

Það er ein breyting á liði Chelsea sem valtaði yfir Everton í síðasta leik. Enzo Fernandez snýr aftur eftir að hafa verið fjarverandi vegna meiðsla gegn Everton. Mykhailo Mudryk sest á bekkinn.

Man City: Ortega Moreno, Walker, Stones, Akanji, Ake, Rodrigo, De Bruyne, Bernardo, Foden, Grealish, Alvarez.

Chelsea: Petrovic; Gusto, Chalobah, Silva, Cucurella; Caicedo, Fernandez; Madueke, Palmer, Gallagher; Jackson.


Athugasemdir
banner
banner