Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 20. maí 2021 23:24
Brynjar Ingi Erluson
4. deild: Léttir hafði betur í grannaslag - Sigur hjá Úlfunum
Léttir vann KB 3-1
Léttir vann KB 3-1
Mynd: Léttir
Fjórir leikir fóru fram í 4. deild karla í kvöld en Léttir vann nágrannaslag gegn KB, 3-1, á meðan Úlfarnir unnu Vatnaliljur 2-1 í sama riðli.

Spilað var í þremur riðlum en SR vann Skallagrím 4-2 í B-riðlinum þar sem hinn afar reyndi markaskorarari Hjörtur Júlíus Hjartarson komst á blað.

Þetta var fyrsti leikur beggja liða í riðlinum en í C-riðlinum vann Ýmir lið Mídasar, 2-1.

Það var svo grannaslagur af bestu gerð í Breiðholti er Léttir vann KB, 3-1 í D-riðli. Davíð Már Stefánsson skoraði fyrstu tvö mörk Léttis áður en Branko Magnús Bjarnason minnkaði muninn. Ari Viðarsson gerði svo út um leikinn með marki úr vítaspyrnu þegar hálftími var eftir af leiknum.

Á sama tíma náði Lárus Rúnar Grétarsson að stýra Úlfunum til sigurs gegn Vatnaliljum, 2-1. Kamil Piekarski kom Vatnaliljunum yfir á 3. mínútu en Hilmar Þór Sólbergsson svaraði á 20. mínútu.

Steinar Haraldsson gerði svo sigurmarkið rúmum tíu mínútum síðar. Vatnaliljurnar spiluðu manni færri allan síðari hálfleikinn eftir að Tómas Helgi Wehmeier fékk að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiksins.

Í D-riðlinum eru Léttismenn með sex stig á toppnum en Úlfarnir hafa unnið einn og tapað einum. Vatnaliljurnar og KB hafa tapað báðum leikjum sínum.

Úrslit og markaskorarar:

Vatnaliljur 1 - 2 Úlfarnir
1-0 Kamil Piekarski ('3 )
1-1 Hilmar Þór Sólbergsson ('20 )
1-2 Steinar Haraldsson ('31)
Rautt spjald: Tómas Helgi Wehmeier ('45, Vatnaliljur)

KB 1 - 3 Léttir
0-1 Davíð Már Stefánsson ('22 )
0-2 Davíð Már Stefánsson ('43 )
1-2 Branko Magnús Bjarnason ('61 )
1-3 Ari Viðarsson ('63, víti )

Ýmir 2 - 1 Mídas
Elvar Freyr Arnþórsson og Birgir Magnússon skoruðu fyrir Ými. Matthías Már Matthíasson fyrir Mídas.

SR 4 - 2 Skallagrímur
1-0 Helgi Kristjánsson ('23 )
2-0 Declan Joseph Redmond ('35, sjálfsmark )
3-0 Hjörtur Júlíus Hjartarson ('73 )
3-1 Einar Björn Þorgrímsson ('74 )
3-2 Davíð Freyr Bjarnason ('90 )
4-2 Bragi Friðriksson ('90 )

Úrslit í gær:

Hamar 3 - 1 Smári
Mörk Hamars: Alfredo Ivan Arguello Sanabria, Óliver Þorkelsson og Atli Þór Jónasson. Mark Smára: Sindri Sigvaldason.

KFB 1 - 2 Stokkseyri
Mark KFB: Elvar Freyr Guðnason. Mörk Stokkseyrar: Sjálfsmark og Jóhann Björn Valsson með sigurmark á 90. mínútu.

Björninn 2 - 3 Álftanes
Stefán Ingi Gunnarsson og Magnús Stefánsson skoruðu fyrir Björninn. Jón Helgi Pálmason með tvö fyrir Álftanes og Finn Axel Hansen eitt.

Álafoss 3 - 1 KM
Óskar Þór Jónsson með tvö fyrir Álafoss og Ingvi Þór Albertsson eitt.
Athugasemdir
banner
banner
banner