Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 20. maí 2021 19:41
Brynjar Ingi Erluson
„Kane mun spila fyrir Manchester City"
Harry Kane til Man City?
Harry Kane til Man City?
Mynd: Getty Images
Enski framherjinn Harry Kane mun spila með Manchester City á næstu leiktíð en þetta segir Wayne Bridge, fyrrum leikmaður enska landsliðsins við Betting Expert.

Kane kemur úr akademíu Tottenham en hann hefur spilað með liðinu frá 2004. Á þessum tíma hefur hann aldrei unnið titil með enska liðinu en hann hefur tilkynnt félaginu að hann vilji leita á önnur mið í sumar.

Chelsea, Manchester United og Manchester City eru í baráttunni um Kane en Bridge, sem spilaði með bæði Chelsea og City, býst við því að Kane spili fyrir Pep Guardiola á næsta tímabili.

„Ég væri til í að sjá hann hjá Chelsea og Roman Abramovich hefur svo sannarlega efni á honum en ég hef það á tilfinningunni að hann endi hjá Man City," sagði Bridge.

„Það að Guardiola sé hjá City gæti haft áhrif á ákvörðunina því að City vantar þarf framherja og því held ég að hann fari þangað."

„Kane og Aguero eru ólíkir leikmenn en þeir eiga það sameiginlegt að skora mikið af mörkum. Ég var svo heppinn að fá það tækifæri að spila með Aguero. Hann er magnaður markaskorari og Kane hefur sýnt það að hann getur gert slíkt hið sama og því er hann frábær arftaki hans."

„Þetta væru eins og jólin fyrir Kane að vera með De Bruyne, Mahrez, Foden og Sterling að búa til færin. City vann deildina og er með alla þessa leikmenn og það gæti klárlega ýtt Kane í þessa átt,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner