Harry Kane segist þurfa að eiga hreinskilnar og opnar samræður við Tottenham um framtíð sína og vonast til að Daniel Levy stjórnarformaður sé tilbúinn að selja sig fyrir rétta upphæð.
Kane hefur tilkynnt Tottenham að hann vilji yfirgefa félagið og vitað er af áhuga Manchester City á enska landsliðsfyrirliðanum.
Kane hefur tilkynnt Tottenham að hann vilji yfirgefa félagið og vitað er af áhuga Manchester City á enska landsliðsfyrirliðanum.
„Ég er ekki viss um hvernig þessar samræður munu fara ef ég er hreinskilinn. En sem leikmaður þá veit maður ekki alveg hvað stjórnarformaðurinn er að hugsa," segir Kane í viðtali við Gary Neville.
„Hann vill kannski selja mig, kannski telur hann að ef félagið getur fengið 100 milljónir punda fyrir mig, af hverju ætti það ekki að selja? Ég verð ekki þess virði á næstu tveimur til þremur árum."
Umrætt viðtal var tekið fyrr í þessum mánuði, áður en opinbert var að Kane hefði tjáð Tottenham hug sinn.
„Framtíð mín ræðst á mér og mínum tilfinningum. Ég vil ekki vera með neina eftirsjá í lok ferilsins," segir Kane en Levy gæti séð hlutina öðruvísi enda á leikmaðurinn þrjú ár eftir af samningi sínum.
Athugasemdir