Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 20. maí 2024 17:05
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool staðfestir komu Arne Slot
Arne Slot er nýr stjóri Liverpool
Arne Slot er nýr stjóri Liverpool
Mynd: EPA
Liverpool hefur staðfest komu hollenska þjálfarans Arne Slot en hann hefur gert þriggja ára samning við enska félagið.

Kveðjustund var haldin fyrir Jürgen Klopp í 2-0 sigrinum á Wolves á Anfield í gær.

Hann var að stýra sínum síðasta leik með Liverpool eftir að hafa þjálfað liðið í tæp níu ár.

Athletic greindi frá því í síðasta mánuði að Arne Slot, þjálfari Feyenoord, væri búinn að ná samkomulagi við Liverpool um að taka við af Klopp og þá staðfesti Slot fregnirnar eftir síðasta leik sinn með Feyenoord.

Aðeins var beðið eftir staðfestingu frá Liverpool en félagið vildi fyrst fá að kveðja Klopp.

Að vísu ákvað þjálfarinn að staðfesta endanlega ráðningu á Slot með að búa til söngva um Hollendinginn eftir leikinn gegn Wolves, en Liverpool staðfesti síðan ráðninguna í dag.

Slot hefur skrifað undir þriggja ára samning og mun formlega taka við stöðunni 1. júní.

Hollendingurinn hefur gert ótrúlega hluti með Feyenoord síðustu ár. Á síðasta ári varð liðið hollenskur deildarmeistari og árið á undan komst það í úrslit Sambandsdeildar Evrópu. Tvisvar hefur hann verið valinn þjálfari ársins í Hollandi.

Slot kvaddi Feyenoord með því að vinna hollenska bikarinn en nú tekur stærra verkefni við enda ansi stór fótspor sem hann þarf að fylla í hjá Liverpool.


Athugasemdir
banner
banner
banner