Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   sun 20. júní 2021 22:21
Arnar Laufdal Arnarsson
Árni Vill: Erum að fara inn í klefa að hringja í Jason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum bara með tök á leiknum frá byrjun, við náum inn þessum tveimur mörkum í fyrri hálfleik og eftir það þá bara réðum við öllu inn á vellinum og kláruðum þetta síðan bara almennilega," sagði markahrókurinn Árni Vilhjálmsson sáttur eftir 4-0 sigur gegn FH í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 FH

Jason Daði Svanþórsson fellur niður eftir 33 mínútur og þurfti hann að fara af velli í sjúkrabíl, hvernig var þetta frá sjónarhorni Árna?

„Ég verð að viðurkenna ég sá ekki alveg hvað gerðist þangað til að Viktor Karl hleypur til hans og þá förum við og tékkum á honum og þá slökknaði bara á honum greyið kallinn og hann náði ekki alveg andanum, við vitum ekki alveg hvað gerðist og það var eiginlega það versta við það þegar það er ekkert högg eða neitt. Manni líður ekkert vel þegar liðsfélagar manns lenda í einhverju svona en við fengum góðar fréttir í hálfleik að hann væri allur að koma til og svo ætlum við núna að fara inn í klefa að hringja í hann og tékka á honum."

Það hægist verulega á leiknum eftir að Árni skoraði úr víti á 58. mínútu, voru menn bara saddir í stöðunni 4-0?

„Fyrir fram erum við alltaf sáttir með 4-0 stöðu en ég held samt að við viljum alltaf einhvern veginn klára leikina og þetta átti að fara 5-0 ég fæ færi í lokin sem ég á að klára ég hefði kannski átt að skrúfa hausinn betur á þar en svo þróaðist leikurinn bara þannig að við náðum að halda boltanum vel og svo eru þrír leikir í viku nánast, kannski eftir á að hyggja var betra við slökuðum aðeins á."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

Sjá einnig: Kallað eftir lækni úr stúkunni á Kópavogsvelli
Athugasemdir
banner
banner