Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
   sun 20. júní 2021 22:21
Arnar Laufdal Arnarsson
Árni Vill: Erum að fara inn í klefa að hringja í Jason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum bara með tök á leiknum frá byrjun, við náum inn þessum tveimur mörkum í fyrri hálfleik og eftir það þá bara réðum við öllu inn á vellinum og kláruðum þetta síðan bara almennilega," sagði markahrókurinn Árni Vilhjálmsson sáttur eftir 4-0 sigur gegn FH í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 FH

Jason Daði Svanþórsson fellur niður eftir 33 mínútur og þurfti hann að fara af velli í sjúkrabíl, hvernig var þetta frá sjónarhorni Árna?

„Ég verð að viðurkenna ég sá ekki alveg hvað gerðist þangað til að Viktor Karl hleypur til hans og þá förum við og tékkum á honum og þá slökknaði bara á honum greyið kallinn og hann náði ekki alveg andanum, við vitum ekki alveg hvað gerðist og það var eiginlega það versta við það þegar það er ekkert högg eða neitt. Manni líður ekkert vel þegar liðsfélagar manns lenda í einhverju svona en við fengum góðar fréttir í hálfleik að hann væri allur að koma til og svo ætlum við núna að fara inn í klefa að hringja í hann og tékka á honum."

Það hægist verulega á leiknum eftir að Árni skoraði úr víti á 58. mínútu, voru menn bara saddir í stöðunni 4-0?

„Fyrir fram erum við alltaf sáttir með 4-0 stöðu en ég held samt að við viljum alltaf einhvern veginn klára leikina og þetta átti að fara 5-0 ég fæ færi í lokin sem ég á að klára ég hefði kannski átt að skrúfa hausinn betur á þar en svo þróaðist leikurinn bara þannig að við náðum að halda boltanum vel og svo eru þrír leikir í viku nánast, kannski eftir á að hyggja var betra við slökuðum aðeins á."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

Sjá einnig: Kallað eftir lækni úr stúkunni á Kópavogsvelli
Athugasemdir
banner
banner
banner