Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   mán 20. júní 2022 20:59
Elvar Geir Magnússon
Hemmi Hreiðars: Öruggt að þetta mun snúast okkur í hag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram og ÍBV gerðu 3-3 jafntefli í opnunarleik nýja Framvallarins í Úlfarsárdal. Um var að ræða tíðindamikinn leik sem sveiflaðist fram og til baka og aldrei var daufur punktur. Mikil skemmtun þar sem bæði lið voru ósátt við niðurstöðuna.

Lestu um leikinn: Fram 3 -  3 ÍBV

„Menn voru að spila til sigurs. Þetta var góður opnunarleikur," sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV.

„Við settum þennan leik með eitt að leiðarljósi, fara með sigur hérna, svo við erum fúlir. Það er margt sem heppnaðist. Það voru framfarir og við fengum fullt af færum."

„Það eru framfarir og menn eru að leggja sig 100% fram og rúmlega það. Menn komu skríðandi út af vellinum. Það er svakalegur plús. Við fáum fullt af færum."

„Við erum brattir. Við vitum að á endanum mun þetta snúast okkur í hag. Það er öruggt. Það er stemning í liðinu," sagði Hermann og vitnaði í xG tölfræðina sem segir til um að ÍBV ætti að vera með mun fleiri stig.

Í viðtalinu ræðir Hemmi einnig um aðstoðina sem Heimir Hallgrímsson er að veita liðinu. Heimir hefur verið á skýrslu í síðustu tveimur leikjum.
Athugasemdir
banner
banner