Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 20. júní 2022 22:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það er aldrei neitt illt á milli okkar"
Rúnar og Sigurvin.
Rúnar og Sigurvin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var tilkynnt í dag að Sigurvin Ólafsson væri hættur sem aðalþjálfari KV og aðstoðarþjálfari KR.

Hann er að taka við sem aðstoðarþjálfari Eiðs Smára Guðjohnsen hjá FH. Hann er bæði fyrrum leikmaður FH og KR.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 KR

Hjá KR virtist hlutverk Sigurvins sem aðstoðarþjálfari hafa minnkað í kjölfar þess að Bjarni Guðjónsson og Viktor Bjarki Arnarsson hafa verið í liðsstjórn.

„Við hittumst í morgun og töluðum saman. Við eigum eftir að hittast aftur á morgun. Það er aldrei neitt illt á milli okkar," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, þegar hann var spurður út í Sigurvin eftir leik gegn Stjörnunni í kvöld.

„Venni er toppmaður og hefur hjálpað okkur ofboðslega mikið. Hann hefur verið traustur aðstoðarmaður fyrir mig. Ég óska honum góðs gengis."

„Við skiljum sáttir.".

„Ég er með nóg af aðstoðarmönnum. Ég hef aldrei merkt aðstoðarmennina sérstaklega - númer eitt, tvö og þrjú - þegar maður var kominn með fleiri en einn. Þetta eru bara allt aðstoðarmenn og það er enginn framar öðrum í röðinni hjá mér."
Rúnar Kristins: Þeir voru að reyna vinna leikinn á okkar mistökum
Athugasemdir
banner
banner