Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   fim 20. júní 2024 09:57
Elvar Geir Magnússon
Bentancur bað Son afsökunar á „mjög slæmum brandara“
Son Heung-min og Rodrigo Bentancur.
Son Heung-min og Rodrigo Bentancur.
Mynd: Getty Images
Son Heung-min, framherji Tottenham, hefur sagt að liðsfélagi sinn Rodrigo Bentancur hafi beðið sig afsökunar á ummælum sínum í úrúgvæska sjónvarpinu.

Samtökin Kick it Out segjast hafa fengið fjölda kvartana vegna ummæla Bentancur sem flokkist sem kynþáttafordómar.

Úrúgvæskur sjónvarpsmaður bað Bentancur um að gefa sér Tottenham treyju og þá svaraði miðjumaðurinn:

„Viltu treyjuna frá Sonny? Hún gæti líka verið frá frænda hans þar sem þeir líta allir eins út."

Bentancur baðst síðar afsökunar á Instagram og sagði ummæli sín vera „mjög slæman brandara“.

„Ég hef rætt við Lolo (Bentancur). Hann gerði mistök og veit það. Hann hefur beðist afsökunar. Lolo myndi aldrei vilja vísvitandi segja eitthvað særandi við mig. Við erum sem bræður og það hefur ekki breyst," segir Son.

„Við erum vinir og munum koma saman á undirbúningstímabilinu, tilbúnir að berjast fyrir félagið okkar."

Tottenham sendi frá sér yfirlýsingu þar sem félagið sagðist stolt af fjölbreyttum, alþjóðlegum aðdáendahópi sínum og leikmannahópum. „Mismunun hvers konar á ekki heima hjá klúbbnum okkar, innan leiks okkar eða í samfélaginu í heild."
Athugasemdir
banner
banner
banner