Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
banner
   fim 20. júní 2024 14:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Danmerkur og Englands: Sama lið og síðast
Jude Bellingham og Alexander-Arnold byrja.
Jude Bellingham og Alexander-Arnold byrja.
Mynd: EPA
Christian Eriksen, stjarna Danmerkur.
Christian Eriksen, stjarna Danmerkur.
Mynd: EPA
Það er stórleikur framundan á Evrópumótinu þar sem Danmörk og England munu eigast við klukkan 16:00.

Englendingar mæta með sama byrjunarlið og í fyrsta leiknum sínum gegn Serbíu; Trent Alexander-Arnold leikur áfram inn á miðsvæðinu.

Danir, sem gerðu jafntefli við Slóveníu í fyrsta leik sínum á mótinu, gera eina breytingu. Joakim Mæhle byrjar í stað Alexander Bah í hægri vængbakverðinum.

Englendingar geta tryggt sig áfram í 16-liða úrslitin með sigri á eftir.

Byrjunarlið Danmerkur: Schmeichel, Andersen, Christensen, Vestergaard, Maehle, Hojbjerg, Norgaard, Eriksen, Kristiansen, Wind, Hojlund.

Byrjunarlið Englands: Pickford, Walker, Stones, Guehi, Trippier, Rice, Alexander-Arnold, Saka, Bellingham, Foden, Kane.

Dómari: Artur Soares Dias
Athugasemdir
banner