Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   fim 20. júní 2024 13:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Í mjög erfiðum meiðslum en fær nýjan samning hjá KR
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hrafn Tómasson varð fyrir því óláni að slíta krossband í fyrsta leik tímabilsins, leiknum gegn Fylki sem fór fram í Árbænum. Hann kom inn á sem varamaður í liði KR í fyrri hálfleik en snemma í seinni hálfleik gat hann ekki haldið leik áfram vegna meiðslanna.

Krummi, eins og Hrafn er yfirleitt kallaður, er tvítugur miðjumaður sem er mikils metinn í Vesturbænum. Hann átti gott undirbúningstímabil og var á leið í hlutverk í liðinu í sumar.

Hann á að baki þrjá keppnisleiki með KR en hefur síðustu ár spilað með venslaliðinu KV. Hann stóð sig það vel á undirbúningstímabilinu að hann var í æfingahópi U21 landsliðsins í febrúar.

Fyrri samningur Krumma átti að renna út eftir þetta tímabil en hann er nú samningsbundinn út tímabilið 2026.
Athugasemdir
banner
banner
banner