Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   fim 20. júní 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Núna eru þeir þrír sem hafa skorað á fjórum stórmótum
Harry Kane.
Harry Kane.
Mynd: Getty Images
Harry Kane kom Englandi yfir í leik gegn Danmörku sem núna stendur yfir á Evrópumótinu.

Hann skoraði eftir mikinn klaufaskap hjá Viktor Kristiansen, bakverði Danmörku.

Kane er núna þriðji leikmaðurinn sem skorar á fjórum mismunandi stórmótum fyrir England. Hann skoraði á HM 2018, EM 2020, HM 2022 og núna EM 2024.

Hinir leikmennirnir sem hafa afrekað það sama eru Michael Owen og Wayne Rooney.
Athugasemdir
banner
banner