Afturelding og Þór mættust í 13.umferð Inkasso-deildarinnar í dag og voru það Þórsarar sem hirtu öll stigin. Leikurinn endaði 1-2 og var það mark á 90.mínútu sem tryggði sigurinn. Arnar Hallsson þjálfari Aftureldingar var hálf orðlaus í leikslok og fannst sigur Þórs ekki verðskuldaður.
„Ég er bara dofinn og sár og svekktur fyrir hönd strákanna. Ég er bara hálf stjarfur." Sagði Arnar.
„Ég er bara dofinn og sár og svekktur fyrir hönd strákanna. Ég er bara hálf stjarfur." Sagði Arnar.
Leikurinn var ansi lokaður og gekk illa hjá Þórsurum að skapa færi í dag. Arnar var ánægður með frammistöðu sinna manna „Mér fannst við bara góðir. Mér fannst ekkert í kortunum benda til þess að þeir væru að fara taka þetta þannig að ég bara skil þetta ekki"
Nánar er rætt við Arnar í viðtalinu hér fyrir ofan. Hann svarar meðal annars spurningum um nýja leikmenn en Afturelding fékk til sín þrjá spánverja á dögunum til að styrkja liðið í þeirri baráttu sem framundan er.
Athugasemdir