Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   þri 20. júlí 2021 23:17
Brynjar Ingi Erluson
Kristján Guðmunds: Farið að skyggja svakalega þannig það gengur ekki upp
Kristján Guðmundsson
Kristján Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með 2-1 sigur liðsins á Keflavík í kvöld en liðið varðist mest megnið af leiknum og nýtti sín örfáu færi.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Stjarnan

Keflavík var meira með boltann í leiknum og skapaði sér nokkur góð færi. Stjarnan byrjaði af krafti með marki frá Ölmu Mathiesen áður en heimakonur jöfnuðu seint í fyrri hálfleiknum.

Sigurmarkið kom undir lok leiksins og var Kristján virkilega ánægður með að ná í þrjú stig úr þessum leik.

„Að vinna leik þar sem við stöndum meirihlutann í vörn og fáum afskaplega fá færi og vinnum það hefur ekki verið mikið mynd af leikjunum okkar í sumar en það gerist núna," sagði Kristján við Fótbolta.net.

„Það er ákveðin taktík hvernig við röðuðum leikmönnunum inná í upphafi leiks og hverjar eru á inná vellinum undir lokin sem gekk upp hjá okkur. Það er það sem við vitum en aðrir sjá ekki."

„Nei, það er farið að skyggja svakalega þannig það gengur ekki upp en ég þekki þessa tilfinningu að vera ofan á í leik, vera meira með boltann og skapa hálffæri trekk í trekk og fá á sig eitt eða tvö færi og tapa. Ég skil Keflvíkinga mjög vel."

„Við áttum dapran leik með boltann en við vörðumst og það er hluti af þessum fótbolta og ég er ánægður með hvernig liðið var í skipulagi og hélt ró í varnarleiknum þrátt fyrir að það lægi mikið á liðinu."


Betsy Hassett er mikilvægur leikmaður fyrir Stjörnuna á miðjunni en hún er ekki með liðinu þessa dagana þar sem hún er með Nýja-Sjálandi á Ólympíuleikunum. Það vantaði hennar gæði í dag.

„Við höfum séð það í þessum leik þar sem við erum að spila upp völlinn þá vantar þessa tengingu á milli sóknar og varnar."

Stjarnan mætir Selfyssingum í næsta leik og gat Kristján tekið margt úr leiknum í kvöld með sér inn í næstu viðureign.

„Að við höfum tekið þetta skref og geta varist lungan úr leiknum og nýtt þessi örfáu færi sem við fengum til að skora og vinna leikinn," sagði hann ennfremur en hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner