Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   þri 20. júlí 2021 23:17
Brynjar Ingi Erluson
Kristján Guðmunds: Farið að skyggja svakalega þannig það gengur ekki upp
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson
Kristján Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með 2-1 sigur liðsins á Keflavík í kvöld en liðið varðist mest megnið af leiknum og nýtti sín örfáu færi.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Stjarnan

Keflavík var meira með boltann í leiknum og skapaði sér nokkur góð færi. Stjarnan byrjaði af krafti með marki frá Ölmu Mathiesen áður en heimakonur jöfnuðu seint í fyrri hálfleiknum.

Sigurmarkið kom undir lok leiksins og var Kristján virkilega ánægður með að ná í þrjú stig úr þessum leik.

„Að vinna leik þar sem við stöndum meirihlutann í vörn og fáum afskaplega fá færi og vinnum það hefur ekki verið mikið mynd af leikjunum okkar í sumar en það gerist núna," sagði Kristján við Fótbolta.net.

„Það er ákveðin taktík hvernig við röðuðum leikmönnunum inná í upphafi leiks og hverjar eru á inná vellinum undir lokin sem gekk upp hjá okkur. Það er það sem við vitum en aðrir sjá ekki."

„Nei, það er farið að skyggja svakalega þannig það gengur ekki upp en ég þekki þessa tilfinningu að vera ofan á í leik, vera meira með boltann og skapa hálffæri trekk í trekk og fá á sig eitt eða tvö færi og tapa. Ég skil Keflvíkinga mjög vel."

„Við áttum dapran leik með boltann en við vörðumst og það er hluti af þessum fótbolta og ég er ánægður með hvernig liðið var í skipulagi og hélt ró í varnarleiknum þrátt fyrir að það lægi mikið á liðinu."


Betsy Hassett er mikilvægur leikmaður fyrir Stjörnuna á miðjunni en hún er ekki með liðinu þessa dagana þar sem hún er með Nýja-Sjálandi á Ólympíuleikunum. Það vantaði hennar gæði í dag.

„Við höfum séð það í þessum leik þar sem við erum að spila upp völlinn þá vantar þessa tengingu á milli sóknar og varnar."

Stjarnan mætir Selfyssingum í næsta leik og gat Kristján tekið margt úr leiknum í kvöld með sér inn í næstu viðureign.

„Að við höfum tekið þetta skref og geta varist lungan úr leiknum og nýtt þessi örfáu færi sem við fengum til að skora og vinna leikinn," sagði hann ennfremur en hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner