Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   þri 20. júlí 2021 23:17
Brynjar Ingi Erluson
Kristján Guðmunds: Farið að skyggja svakalega þannig það gengur ekki upp
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson
Kristján Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með 2-1 sigur liðsins á Keflavík í kvöld en liðið varðist mest megnið af leiknum og nýtti sín örfáu færi.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Stjarnan

Keflavík var meira með boltann í leiknum og skapaði sér nokkur góð færi. Stjarnan byrjaði af krafti með marki frá Ölmu Mathiesen áður en heimakonur jöfnuðu seint í fyrri hálfleiknum.

Sigurmarkið kom undir lok leiksins og var Kristján virkilega ánægður með að ná í þrjú stig úr þessum leik.

„Að vinna leik þar sem við stöndum meirihlutann í vörn og fáum afskaplega fá færi og vinnum það hefur ekki verið mikið mynd af leikjunum okkar í sumar en það gerist núna," sagði Kristján við Fótbolta.net.

„Það er ákveðin taktík hvernig við röðuðum leikmönnunum inná í upphafi leiks og hverjar eru á inná vellinum undir lokin sem gekk upp hjá okkur. Það er það sem við vitum en aðrir sjá ekki."

„Nei, það er farið að skyggja svakalega þannig það gengur ekki upp en ég þekki þessa tilfinningu að vera ofan á í leik, vera meira með boltann og skapa hálffæri trekk í trekk og fá á sig eitt eða tvö færi og tapa. Ég skil Keflvíkinga mjög vel."

„Við áttum dapran leik með boltann en við vörðumst og það er hluti af þessum fótbolta og ég er ánægður með hvernig liðið var í skipulagi og hélt ró í varnarleiknum þrátt fyrir að það lægi mikið á liðinu."


Betsy Hassett er mikilvægur leikmaður fyrir Stjörnuna á miðjunni en hún er ekki með liðinu þessa dagana þar sem hún er með Nýja-Sjálandi á Ólympíuleikunum. Það vantaði hennar gæði í dag.

„Við höfum séð það í þessum leik þar sem við erum að spila upp völlinn þá vantar þessa tengingu á milli sóknar og varnar."

Stjarnan mætir Selfyssingum í næsta leik og gat Kristján tekið margt úr leiknum í kvöld með sér inn í næstu viðureign.

„Að við höfum tekið þetta skref og geta varist lungan úr leiknum og nýtt þessi örfáu færi sem við fengum til að skora og vinna leikinn," sagði hann ennfremur en hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner