Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   fim 20. júlí 2023 22:51
Sölvi Haraldsson
Vigfús Arnar eftir þriðja sigurinn í röð: Sjálfstraustið okkar er bara að eflast með hverjum leiknum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Ég vissi ekki að við værum komnir í 4. sætið en það eru mjög góðar fréttir. Við erum á mjög góðu skriði núna. Strákarnir komu tvisvar til baka í þessum leik, við lentum auðvitað undir strax í byrjun. Við komumst svo í 2-1 og Þróttarar ná að jafna. En síðan skorum við sigurmark. En bara karakterinn í þessum strákum, vinnusemin, eljan og þetta hungur til að ná í þrjú stig er það sem er að gera gæfumuninn fyrir okkur núna.“ sagði Vigfús Arnar Jósefsson, þjálfari Leiknis, eftir 3-2 sigur á Þrótti R. í Breiðholtinu í kvöld. Þetta var þriðji sigur Leiknismanna í röð en þeir eru komnir í 4. sætið í Lengjudeildinni.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  2 Þróttur R.

Leiknismennirnir mættu alls ekki jafn sterkir og Þróttararnir í seinni hálfleikinn en Vigfús hlýtur að vera kampakátur með sína menn í kvöld.

Seinni hálfelikurinn var kannski ekki fótboltalega góður að okkar hálfu en við erum líka búnir að spila mjög mikið undanfarið. Við erum búnir að spila í þrjár vikur nánast tvo leiki í viku. Leikmennirnir mínir fundu það alveg þegar leið á leikinn. Svo jafna Þróttararnir en við eigum alltaf inni smá og náum að bæta við. Strákarnir voru bara ótrúlegir að ná að kreista seinustu orkudropana í lokin og skora sigurmarkið sem var frábært mark hjá Hjalta.

Sendingin hjá Danna Finns í fyrsta markinu ykkar í kvöld var mögnuð þegar hann senti Omar Sowe einan í gegn sem endaði á því að skora.

Já, ég held að það séu fáir betri en Danni á landinu að vigta þessar sendingar. Við tölum oft um silkimjúkar sendingar. Hann vigtar þetta bara fullkomnlega. Hann er geggjaður í þessu og Omar er frábær að hlaupa á bakvið. Hann er handfylli fyrir alla varnarmennina í þessari deild. Þegar hann er byrjaður að setja boltann í netið, þá er klárlega erfitt að eiga við hann.

Eftir erfiða byrjun hafa Leiknismenn náð að snúa gengi sínu við. Fannst Sigfús það vera einhver ákveðinn leikur þar sem allt snérist við. Hvar er þessi vendipunktur?

Sigrarnir eru auðvitað að hjálpa okkur. Við unnum Njarðvík sem gaf okkur aukna orku. Svo unnum við Ægi sem gaf okkur líka orku. Svo unnum við Selfoss sem gaf okkur enn meiri orku. Svo vinnum við þennan leik í kvöld með þvílíkum karakter sem á eftir að gefa okkur enn meiri orku. Þannig sjálfstraustið okkar er bara að eflast með hverjum leik. Fyrr í sumar gengu hlutirnir ekki alveg upp úti á vellinum. Það var líka vegna þess að við vorum klaufar í varnarleiknum og við vorum að gefa auðveld mörk á okkur og við nýttum færin ekki vel. Núna er það svolítið að snúast. Við erum byrjaðir að nýta færin okkar mun betur og leikirnir eru að falla með okkur. Ég vissi það allan tímann miðað við hvernig við vorum að spila á milli vítateigana að það væri bara tímaspursmál hvenær við færum að snúa þessum töpum í sigra.“

Núna eru Leiknir í umspilsæti en er það markmið Leiknis í sumar að halda sér þar fram á lokadag?

Klárlega. Við sem fótboltalið og félag erum með mikinn metnað. Auðvitað viljum við vera að keppa um eitthvað í haust. En það er ofboðslega mikilvægt að á þessu skriði sem verum að horfa bara á einn leik í einu, þessi gamla klisja, og sækja þrjú stig. En eins og ég sagði seinast að ef við höldum þessu áfram að þá eru okkur allir vegir færir.“

Hvernig fanst ykkur nýji leikmaðurinn ykkar Valgeir Árni í kvöld og hvernig var aðdragandinn hans að þessum leik?

Hann bara stóð okkur til boða. Við þekktum hann aðeins frá fyrri tíð og hann fékk góða umsögn. Við misstum Óla Flóka frá okkur á láni. Valli var hugsaður um að hjálpa okkur með varnarstöðurnar. Í dag meiddist Binni og Andi er í banni. Valli kom bara fínt inn í leikinn og hjálpaði okkur að landa þessum þremur stigum.“

Hvernig leggst næsti leikur í Vigfús sem er gegn Þór?

Núna þurfum við bara að vinna fjórða leikinn í röð, það er bara þannig.“ sagði Vigfús, þjálfari Leiknis, að lokum eftir góðan og sætan 3-2 sigur á Þrótti R. í Breiðholtinu í kvöld.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner