Það fóru margir æfingaleikir fram í dag þar sem félög úr hinum ýmsu deildum mættust til að koma leikmönnum aftur í form eftir sumarfrí.
Það voru nokkur úrvalsdeildarfélög sem mættu til leiks og skoraði Brentford fimm mörk gegn AFC Wimbledon á meðan Ipswich Town lagði Shakhtar Donetsk að velli. Brasilíski sóknarmaðurinn Igor Thiago skoraði tvennu í stórsigri Brentford á meðan Sam Morsy gerði eina markið í sigri Ipswich. Hákon Rafn Valdimarsson spilaði sínar fyrstu mínútur með aðalliði Brentford þegar hann kom inn á í seinni hálfleik.
Andrew Irving skoraði þá eina markið í sigri West Ham gegn Dagenham & Redbridge á meðan Tottenham og Aston Villa unnu sína leiki gegn QPR og Spartak Trnava.
Yves Bissouma og Dane Scarlett gerðu mörkin í 0-2 sigri Spurs á meðan Leon Bailey, Morgan Rogers og Cameron Archer sáu um markaskorunina hjá Aston Villa.
Como eru nýliðar í efstu deild á Ítalíu sem leika undir stjórn Cesc Fábregas og sigruðu gegn Las Palmas í dag, þar sem Patrick Cutrone og Gabriel Strefezza skoruðu mörkin eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik.
Kasper Dolberg skoraði þá í 2-1 sigri Anderlecht gegn Wolfsburg og Porto vann 4-2 sigur gegn ungverskum andstæðingum.
Wimbledon 2 - 5 Brentford
1-0 J. Lewis ('3)
1-1 Igor ('23)
1-2 Igor ('31)
1-3 Yoane Wissa ('45, víti)
1-4 Kevin Schade ('66)
1-5 Bryan Mbeumo ('75)
2-5 A. Stevens ('81)
Ipswich 1 - 0 Shakhtar Donetsk
1-0 Sam Morsy ('29)
Dagenham & Redbridge 0 - 1 West Ham
0-1 Andrew Irving ('50)
QPR 0 - 2 Tottenham
0-1 Yves Bissouma ('41)
0-2 Dane Scarlett ('87)
Trnava 0 - 3 Aston Villa
0-1 Leon Bailey ('38)
0-2 Morgan Rogers ('53)
0-3 Cameron Archer ('89)
Como 2 - 1 Las Palmas
Stuttgart 3 - 0 Fortuna Sittard
Werder Bremen 0 - 3 Lecce
Porto 4 - 2 Tatabanya
Anderlecht 2 - 1 Wolfsburg
RB Salzburg 4 - 0 Sheffield Wed
A. Salzburg 1 - 5 Real Betis
Hamburger SV 4 - 2 Nantes
Standard Liege 1 - 1 Norwich
Chesterfield 0 - 3 Sheffield Utd
Gillingham 2 - 0 Watford
Middlesbrough 3 - 0 Bolton
Nijmegen 0 - 1 Hertha Berlin
Goztepe 3 - 2 Luton
Athugasemdir