Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   lau 20. júlí 2024 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd tilbúið til að lána Antony
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
BBC hefur tekið saman slúður dagsins þar sem ýmsar stjörnur úr fótboltaheiminum eru teknar fyrir.


Manchester United er tilbúið til að lána brasilíska kantmanninn Antony, 24, út í sumar en einungis til félags sem er reiðubúið til að borga full laun leikmannsins sem eru 70 þúsund pund á viku. (ESPN)

Barcelona hefur mikinn áhuga á að krækja í Dani Olmo, 26 ára miðjumann RB Leipzig og spænska landsliðsins. Barca ætlar að bjóða honum sex ára samning. (Mund Deportivo)

Crystal Palace er tilbúið til að bjóða 30 milljónir punda fyrir Emile Smith Rowe, 23 ára sóknartengilið Arsenal og enska landsliðsins. (Talksport)

Leikmaðurinn fjölhæfi Sergi Roberto, 32, vill spila í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa verið hjá Barcelona allan ferilinn. Hann er samningslaus og vill ólmur reyna fyrir sér á Englandi. (Mundo Deportivo)

Chelsea hefur endurkallað Lesley Ugochukwu, 20, úr Ólympíuliði Frakklands. Hann þarf að vera hjá Chelsea því félagið er að lána hann út á næstu dögum. (Athletic)

Chelsea vill þá kaupa nýjan markvörð til að berjast við Robert Sánchez um byrjunarliðssætið. Djordje Petrovic þykir ekki nægilega öflugur til þess. (Telegraph)

Búist er við að Liverpool selji markvörðinn Caoimhin Kelleher, 25, í sumar fyrir rétta upphæð. (Football Insider)

Richarlison, 27 ára sóknarleikmaður Brasilíu og Tottenham, er opinn fyrir félagaskiptum til Sádi-Arabíu. Tottenham vill þó 60 milljónir fyrir leikmanninn sinn. (HITC)

Leicester City er búið að bæta tilboð sitt í argentínska kantmanninn Matías Soulé frá Juventus. Leicester er búið að bjóða rúmlega 20 milljónir punda, en West Ham og Roma eru einnig áhugasöm. Soulé vill fara til Roma en þar vantar peninga til að keppast við úrvalsdeildarfélögin. (Telegraph)

Newcastle er að vonast til að vinna West Ham í kappinu um franska varnarmanninn Jean-Clair Todibo, 24, eftir jákvæðar viðræður við OGC Nice. (HITC)

Chelsea hefur ekki gefið upp vonina um að kaupa Victor Osimhen, 25, frá Napoli þó að franska stórveldið Paris Saint-Germain leiði kapphlaupið. (Caught Offside)

Crystal Palace er í viðræðum við Marseille um kaup á kantmanninum knáa Ismaila Sarr, 26, sem lék með Watford í enska boltanum. (Athletic)

Newcastle hefur sent fyrirspurn til Chelsea varðandi kaupverð á kantmanninum Noni Madueke, 22. (Football Insider)

Liverpool og Newcastle hafa bæði áhuga á hollenska miðverðinum Dean Huijsen sem er samningsbundinn Juventus. Þessi efnilegi varnarmaður er aðeins 19 ára gamall en Juve vill 30 milljónir evra til að selja hann. (Tuttosport)

Brighton er að ganga frá kaupum á þýska kantmanninum Brajan Gruda, 20, frá Mainz. (Fabrizio Romano)

Gustavo Hamer, 27, er með riftunarákvæði í samningi sínum við Sheffield United eftir að félagið féll úr ensku úrvalsdeildinni. Það eru ýmis félög úr ensku úrvalsdeildinni og Serie A sem hafa áhuga á þessum sóknarsinnaða miðjumanni. (Teamtalk)
Athugasemdir
banner