Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
   lau 20. júlí 2024 20:05
Daníel Smári Magnússon
Sveinn Margeir: Geggjað að enda á þessum nótum
Sigurmark gegn Íslandsmeisturunum var góð kveðjugjöf.
Sigurmark gegn Íslandsmeisturunum var góð kveðjugjöf.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

„Þetta var gaman! Leiðinlegt að vera að fara, en geggjað að enda þetta á þessum nótum,'' sagði Sveinn Margeir Hauksson, markaskorari KA, eftir 1-0 sigur á Víking R. í Bestu-deild karla í dag. Sveinn heldur nú til Bandaríkjanna í nám og spilar ekki meira með KA á þessu tímabili.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 Víkingur R.

„Þetta er aðeins að koma núna hjá okkur. Ég veit ekki alveg hvað var í gangi í byrjun, það er skrítið að segja það en mér fannst það vera smá óheppni. Núna finnst mér við vera komnir á réttan veg og loksins farnir að sýna eitthvað.''

Það var ótrúlegt að ekki skyldi vera komið mark í leikinn áður en Sveinn loksins braut ísinn á 88. mínútu. Bæði lið höfðu fengið frábær tækifæri til að skora en allt kom fyrir ekki.

„Þeir voru miklu meira með boltann. Svo fáum við nokkur skipti til að refsa þeim. Harley kom sér í gott færi, Viðar var rangstæður í fyrri, svo var Harley aftur á ferðinni. Þeir fengu líka fullt af færum, settu þarna í skeytin út í byrjun. Þá leið manni ekkert frábærlega! Fínt að enda þetta svona,'' sagði glaðbeittur Sveinn.

Er ekkert erfitt að fara á þessum tímapunkti?

„Jú það er mjög erfitt, en þetta er bara svona. Maður reynir að fá að vera eins lengi og maður getur á Íslandi, en það eru allskonar reglur sem að maður þarf að fylgja,'' sagði Sveinn Margeir.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner