Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verður auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
banner
   lau 20. júlí 2024 20:05
Daníel Smári Magnússon
Sveinn Margeir: Geggjað að enda á þessum nótum
Sigurmark gegn Íslandsmeisturunum var góð kveðjugjöf.
Sigurmark gegn Íslandsmeisturunum var góð kveðjugjöf.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

„Þetta var gaman! Leiðinlegt að vera að fara, en geggjað að enda þetta á þessum nótum,'' sagði Sveinn Margeir Hauksson, markaskorari KA, eftir 1-0 sigur á Víking R. í Bestu-deild karla í dag. Sveinn heldur nú til Bandaríkjanna í nám og spilar ekki meira með KA á þessu tímabili.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 Víkingur R.

„Þetta er aðeins að koma núna hjá okkur. Ég veit ekki alveg hvað var í gangi í byrjun, það er skrítið að segja það en mér fannst það vera smá óheppni. Núna finnst mér við vera komnir á réttan veg og loksins farnir að sýna eitthvað.''

Það var ótrúlegt að ekki skyldi vera komið mark í leikinn áður en Sveinn loksins braut ísinn á 88. mínútu. Bæði lið höfðu fengið frábær tækifæri til að skora en allt kom fyrir ekki.

„Þeir voru miklu meira með boltann. Svo fáum við nokkur skipti til að refsa þeim. Harley kom sér í gott færi, Viðar var rangstæður í fyrri, svo var Harley aftur á ferðinni. Þeir fengu líka fullt af færum, settu þarna í skeytin út í byrjun. Þá leið manni ekkert frábærlega! Fínt að enda þetta svona,'' sagði glaðbeittur Sveinn.

Er ekkert erfitt að fara á þessum tímapunkti?

„Jú það er mjög erfitt, en þetta er bara svona. Maður reynir að fá að vera eins lengi og maður getur á Íslandi, en það eru allskonar reglur sem að maður þarf að fylgja,'' sagði Sveinn Margeir.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner