Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   lau 20. júlí 2024 20:05
Daníel Smári Magnússon
Sveinn Margeir: Geggjað að enda á þessum nótum
Sigurmark gegn Íslandsmeisturunum var góð kveðjugjöf.
Sigurmark gegn Íslandsmeisturunum var góð kveðjugjöf.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

„Þetta var gaman! Leiðinlegt að vera að fara, en geggjað að enda þetta á þessum nótum,'' sagði Sveinn Margeir Hauksson, markaskorari KA, eftir 1-0 sigur á Víking R. í Bestu-deild karla í dag. Sveinn heldur nú til Bandaríkjanna í nám og spilar ekki meira með KA á þessu tímabili.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 Víkingur R.

„Þetta er aðeins að koma núna hjá okkur. Ég veit ekki alveg hvað var í gangi í byrjun, það er skrítið að segja það en mér fannst það vera smá óheppni. Núna finnst mér við vera komnir á réttan veg og loksins farnir að sýna eitthvað.''

Það var ótrúlegt að ekki skyldi vera komið mark í leikinn áður en Sveinn loksins braut ísinn á 88. mínútu. Bæði lið höfðu fengið frábær tækifæri til að skora en allt kom fyrir ekki.

„Þeir voru miklu meira með boltann. Svo fáum við nokkur skipti til að refsa þeim. Harley kom sér í gott færi, Viðar var rangstæður í fyrri, svo var Harley aftur á ferðinni. Þeir fengu líka fullt af færum, settu þarna í skeytin út í byrjun. Þá leið manni ekkert frábærlega! Fínt að enda þetta svona,'' sagði glaðbeittur Sveinn.

Er ekkert erfitt að fara á þessum tímapunkti?

„Jú það er mjög erfitt, en þetta er bara svona. Maður reynir að fá að vera eins lengi og maður getur á Íslandi, en það eru allskonar reglur sem að maður þarf að fylgja,'' sagði Sveinn Margeir.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir