Afturelding hefur fengið Thelmu Sól Óðinsdóttur frá ÍBV en hún mun að minnsta kosti spila út þetta tímabil.
Thelma er fædd árið 2004 og hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað stórt hlutverk í liðI ÍBV síðustu ár.
Miðjumaðurinn hefur spilað 71 leik í deild- og bikar og gert eitt mark frá því hún spilaði sinn fyrsta leik fyrir sex árum.
Thelma lék sinn fyrsta leik fyrir Aftureldingu í 1-1 jafnteflinu gegn Gróttu í gær en hún er spennt fyrir komandi tímum.
„Ég var tilbúin í breytingar eftir 7 ár í mfl ÍBV og er mjög spennt fyrir nýjum áskorunum í nýju umhverfi. Mér líst mjög vel á klúbbinn, stelpurnar og þjálfarana og er full tilhlökkunar fyrir framhaldinu,“ sagði Thelma við undirskrift.
Perry Mclachlan, þjálfari Aftureldingar, er spenntur fyrir því að vinna með Thelmu.
„Gríðarlega ánægður að bjóða Thelmu velkomna í Mosó og í Aftureldingu, hún er ungur og efnilegur miðjumaður sem kemur með mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur eftir sín ár með ÍBV. Það er alltaf spennandi þegar þú bætir ungum íslenskum leikmanni við hópinn og sérstaklega leikmanni með þá eiginleika sem Thelma hefur upp á að bjóða. Okkur hlakkar mikið til að vinna með henni,“ sagði Perry.
Afturelding er í öðru sæti Lengjudeildarinnar og setur stefnuna á að fara aftur upp í þá bestu.
Lengjudeild kvenna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. FHL | 18 | 13 | 1 | 4 | 62 - 35 | +27 | 40 |
2. Fram | 18 | 10 | 4 | 4 | 42 - 24 | +18 | 34 |
3. Grótta | 18 | 10 | 4 | 4 | 28 - 23 | +5 | 34 |
4. HK | 18 | 9 | 3 | 6 | 42 - 29 | +13 | 30 |
5. ÍA | 18 | 8 | 2 | 8 | 27 - 31 | -4 | 26 |
6. ÍBV | 18 | 8 | 1 | 9 | 29 - 32 | -3 | 25 |
7. Afturelding | 18 | 6 | 4 | 8 | 24 - 30 | -6 | 22 |
8. Grindavík | 18 | 6 | 3 | 9 | 24 - 26 | -2 | 21 |
9. Selfoss | 18 | 3 | 6 | 9 | 18 - 29 | -11 | 15 |
10. ÍR | 18 | 2 | 2 | 14 | 18 - 55 | -37 | 8 |
Athugasemdir