Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 20. ágúst 2019 23:15
Ívan Guðjón Baldursson
Balotelli fer frítt næsta sumar ef Brescia fellur
Balotelli þarf að sanna sig til að eiga möguleika á að spila aftur fyrir ítalska landsliðið.
Balotelli þarf að sanna sig til að eiga möguleika á að spila aftur fyrir ítalska landsliðið.
Mynd: Getty Images
Mario Balotelli var kynntur sem nýr leikmaður Brescia á sunnudaginn. Allt var klappað og klárt á laugardaginn en Massimo Cellino, eigandi Brescia, lét fresta staðfestingunni um einn dag.

17 er óhappatalan hans Cellino, sem er nokkuð hjátrúarfullur maður, og því vildi hann ekki að Balotelli yrði kynntur laugardaginn 17. ágúst.

Cellino keypti Brescia sumarið 2017 eftir að hafa verið ansi umdeildur í forsetastólnum hjá Leeds United. Þar áður var hann eigandi Cagliari í 22 ár og ekki minna umdeildur, enda skipti hann 36 sinum um þjálfara hjá félaginu.

Balotelli fær um 60 þúsund evrur í vikulaun hjá Brescia sem gera 3 milljónir á ári. Þessi samningur gildir aðeins fyrsta tímabilið. Ef Brescia fellur um deild þá verður Balotelli einfaldlega samningslaus en ef félagið heldur sér uppi þá breytist samningurinn og gildir til 2022.

Balotelli fær 3 milljónir evra í aukagreiðslu ef Brescia heldur sér uppi og munu vikulaun hans tvöfaldast, í 120 þúsund evrur á viku (6 milljónir á ári).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner