Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 20. ágúst 2019 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
St. Louis verður fyrsta MLS félagið í eigu kvenna
Mynd: Getty Images
MLS deildin í Norður-Ameríku er búin að staðfesta innleiðingu St. Louis í deildina árið 2022.

Eins og staðan er núna eru 24 félög í MLS deildinni en St. Louis verður félag númer 28.

FC Cincinnati varð 24. lið deildarinnar á þessu ári. Á næsta ári munu Inter Miami CF og Nashville SC bætast við og 2021 mun Austin FC mæta til leiks.

Árið 2022 verður St. Louis fyrsta félagið í sögu MLS til að vera í meirihlutaeigu kvenna. Óljóst hver verður forseti félagsins en bendir allt til þess að Carolyn Kindle Betz fái það hlutverk.

Verið er að skipuleggja byggingu á leikvangi félagsins sem verður staðsettur í St. Louis, í Missouri fylki. Leikvangurinn er aðeins ætlaður fyrir knattspyrnu og mun rýma 22,500 manns í sæti til að byrja með.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner