Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 20. ágúst 2020 13:02
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Segir að Arnar megi ekki hafa áhrif úr stúkunni í kvöld
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, tekur út leikbann í kvöld þegar liðið heimsækir Fjölni í Grafarvogi.

Arnar verður væntanlega einn af tíu áhorfendum sem Víkingur fær að hafa í stúkunni í kvöld.

Rætt hefur verið um að auðvelt verði fyrir Arnar að koma skipunum til sinna manna úr stúkunni á nánast áhorfendalausum leik.

En Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar, segir í samtali við Vísi að Arnari sé bannað að hafa áhrif á leikinn.

„Þjálfari eða forystumaður sem tekur út leikbann og mætir á leikstað skal vera meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari hefur flautað til leiksloka. Á því tímabili má viðkomandi ekki vera á leikvellinum, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við lið sitt," segir í reglugerð KSÍ.

Einar Guðnason, aðstoðarþjálfari Víkings, verður aðalmaðurinn í boðvangi Víkinga í kvöld en eftirlitsmaður KSÍ mun væntanlega fylgjast vel með því hvort Arnar hlýði ekki reglum.

Fjölnir og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í fyrstu umferð en Grafarvogsliðið hefur enn ekki náð að vinna leik í deildinni. Stigasöfnun Víkinga hefur ekki gengið að óskum en hér að neðan má sjá stöðuna í deildinni.

Leikur Fjölnis og Víkings í kvöld verður klukkan 18:00.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner