Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 20. september 2019 21:21
Ívan Guðjón Baldursson
Inkasso-kvenna: Margrét Sif tryggði FH sæti í Pepsi
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH er komið upp í Pepsi Max-deild kvenna eftir nauman sigur á útivelli gegn Aftureldingu.

Staðan var markalaus eftir bragðdaufan fyrri hálfleik en heimastúlkur misstu Margréti Regínu Grétarsdóttur af velli með tvö gul spjöld í upphafi síðari hálfleiks.

Hafnfirðingar juku þá sóknarþungan og skallaði Margrét Sif Magnúsdóttir knöttinn í netið eftir fyrirgjöf frá Helenu Ósk Hálfdánardóttur á 76. mínútu.

Sóknarþungi gestanna hélst mikill út leikinn og sanngjarn 0-1 sigur staðreynd. FH fer upp um deild ásamt toppliði Þróttar.

FH gat tryggt sér sætið fyrir nokkrum vikum en liðið tapaði tveimur og gerði eitt jafntefli í síðustu þremur umferðunum á undan.

Afturelding 0 - 1 FH
0-1 Margrét Sif Magnúsdóttir ('76)
Rautt spjald: Margrét Regína Grétarsdóttir, Afturelding ('53)

Lauren Wade skoraði þá fimm mörk er topplið Þróttar R. gjörsamlega slátraði föllnum Grindvíkingum.

Linda Líf Boama og Margrét Sveinsdóttir gerðu tvennu hvor í 9-0 sigri.

Tindastóll átti möguleika á að stela öðru sætinu af FH og þurfti sigur gegn ÍA. Skagastúlkur komust yfir í síðari hálfleik en Murielle Tiernan skoraði tvennu í endurkomu Stólanna sem unnu að lokum 4-1.

Sigurinn nægði þó ekki til að koma liðinu upp um deild vegna sigurs FH í Mosfellsbæ.

Haukar enduðu í þriðja sæti og lögðu botnlið ÍR að velli 3-2 í lokaumferðinni.

Augnablik gerði þá markalaust jafntefli við Fjölni.

Þróttur R. 9 - 0 Grindavík
1-0 Linda Líf Boama ('8)
2-0 Margrét Sveinsdóttir ('13)
3-0 Margrét Sveinsdóttir ('16)
4-0 Lauren Wade ('24)
5-0 Lauren Wade ('27)
6-0 Lauren Wade ('36)
7-0 Linda Líf Boama ('57)
8-0 Lauren Wade ('88)
9-0 Lauren Wade ('91)

Tindastóll 4 - 1 ÍA
0-1 Eva María Jónsdóttir ('62)
1-1 María Dögg Jóhannesdóttir ('76)
2-1 Murielle Tiernan ('78)
3-1 Murielle Tiernan ('81)
4-1 Fríða Halldórsdóttir ('88, sjálfsmark)

Haukar 3 - 2 ÍR
1-0 Vienna Behnke ('8)
1-1 Sigrún Erla Lárusdóttir ('25)
2-1 Vienna Behnke ('79)
3-1 Dagrún Birta Karlsdóttir ('83)
3-2 Linda Eshun ('90)

Augnablik 0 - 0 FJölnir
Athugasemdir
banner
banner
banner