Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 20. september 2019 19:56
Ívan Guðjón Baldursson
Sandra Sif er að spila sinn síðasta leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra Sif Magnúsdóttir er að spila sinn síðasta leik eftir flottan feril í íslenska boltanum. Hún er í liði Augnablik sem er að spila við Fjölni í Inkasso-deild kvenna.

Sandra Sif hóf ferilinn hjá Breiðablik og spilaði rúmlega 100 leiki á níu árum áður en hún hélt til Vålerenga í Noregi árið 2013.

Hún sneri aftur til Íslands, lék nokkra leiki fyrir FH og nokkra fyrir Breiðablik áður en hún skipti yfir í Fylki þar sem hún varð strax mikilvægur hlekkur í byrjunarliðinu.

Sandra gekk aftur í raðir Blika og lék átta leiki sumarið 2017. Hún spilaði ekkert í fyrra en er búin að vera algjör lykilmaður í liði Augnabliks sem bjargaði sér frá falli úr Inkasso-deildinni í sumar.

Sandra Sif er fædd 1988 og á 215 skráða leiki í íslenska boltanum á KSÍ. Hún lék 23 leiki fyrir yngri landslið Íslands en fékk aldrei tækifærið með A-liðinu.

Selma Sól Magnúsdóttir, lykilmaður í liði Blika í sumar, er yngri systir Söndru.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner