Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 20. september 2020 18:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alfons lagði upp - Valdimar og Hólmar þreyttu frumraun sína
Alfons lagði upp.
Alfons lagði upp.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór er á toppnum í Svíþjóð með Malmö. Fyrir aftan hann á myndinni er Hólmar Örn Eyjólfsson.
Arnór er á toppnum í Svíþjóð með Malmö. Fyrir aftan hann á myndinni er Hólmar Örn Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfons Sampsted lagði upp mark fyrir Bodö/Glimt er liðið vann 3-1 útisigur á Brann í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Alfons, sem leikur í stöðu hægri bakvarðar, lagði upp annað mark Bodö/Glimt fyrir Philip Zinckernagel á 67. mínútu.

Alfons og félagar eru á toppi deildarinnar með hvorki meira né minna en 16 stiga forystu á næsta lið sem er Molde. Bodö/Glimt hefur náð í 50 stig úr 18 leikjum.

Jón Guðni Fjóluson er að verða leikmaður Brann; það verður staðfest á næstunni.

Hólmar Örn Eyjólfsson, sem spilaði með Jóni Guðna í hjarta varnarinnar hjá landsliðinu gegn Belgíu á dögunum, lék allan leikinn fyrir Rosenborg í 2-1 sigri gegn Haugesund. Hólmar gekk nýlega aftur í raðir Rosenborg frá Levski Sofia í Búlgaríu og var þetta fyrsti leikur hans hjá félaginu í þrjú ár.

Axel Óskar Andrésson spilaði í hjarta varnarinnar hjá Viking í 5-2 sigri á Álasundi. Davíð Kristján Ólafsson lék með Álasundi í leiknum en Daníel Leó Grétarsson og Hólmbert Aron Friðjónsson voru ekki með. Viking er í sjöunda sæti en Álasund er á botninum.

Jóhannes Þór Harðarson stýrir Start sem tapaði 1-2 fyrir Kristiansund og þá var Íslendingaslagur þegar Sandefjord og Strömsgodset skildu jöfn, 0-0. Viðar Ari Jónsson var í byrjunarliði Sandefjord en Emil Pálsson var í banni. Valdimar Þór Ingimundarson kom inn á sem varamaður á 64. mínútu og spilaði sinn fyrsta leik fyrir Strömsgodset. Ari Leifsson var allan tímann á bekknum.

Start er í 14. sæti, Sandefjord í 13. sæti og Strömsgodset í 12. sætinu.

Íslendingaslagur endaði með jafntefli í Svíþjóð
Það var Íslendingaslagur í sænsku úrvalsdeildinni þegar Norrköping tók á móti Malmö í hörkuleik.

Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhanesson spilaði allan leikinn fyrir Norrköping og Arnór Ingvi Traustason spilaði allan tímann fyrir Malmö. Svo fór að leikar enduðu 1-1. Malmö er á toppnum með 41 stig og Norrköping í fjórða sæti með 33 stig.

Jón Dagur tekinn af velli snemma
Í Danmörku spilaði Jón Dagur Þorsteinsson fimm mínútur í jafntefli AGF gegn Randers á útivelli. Jón Dagur var tekinn af velli eftir að liðsfélagi hans fékk að líta rauða spjaldið.

Vel gert hjá AGF að ná stigi eftir að hafa verið lengi manni færri, en liðið er með fjögur stig eftir tvo leiki.

Kjartan Henry Finnbogason var ekki í hóp hjá Vejle í 4-1 sigri þeirra á SönderjyskE, og þá fékk Elías Rafn Ólafsson á sig þrjú mörk og skoraði eitt sjálfsmark í 3-2 tapi Fredericia gegn Hobro í dönsku B-deildinni. Fredericia er með sex stig eftir þrjá leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner