sun 20. september 2020 17:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeildin: Leiknir á toppinn eftir sigur á Grenivík
Lengjudeildin
Sævar gerði sigurmarkið.
Sævar gerði sigurmarkið.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Magni 0 - 1 Leiknir R.
0-1 Sævar Atli Magnússon ('40 , víti)
Lestu nánar um leikinn

Leiknir Reykjavík tókst að landa sigri gegn Magna á Grenivík í síðari leik dagsins í Lengjudeild karla.

Leiknismenn pressuðu af miklum krafti og vildu fá tvær vítaspyrnur á fyrstu 15 mínútum leiksins. Ekkert var hins vegar dæmt. Á 36. mínútu vildi Magni fá víti þegar Kairo John fór niður í teignum, en ekkert var dæmt.

Á 39. mínútu var loksins dæmd vítaspyrna og hana fengu gestirnir. „Vuk tekinn niður og Arnar Ingi viss í sinni sök," skrifaði Daníel Smári Magnússon í beinni textalýsingu. Fyrirliðinn Sævar Atli Magnússon fór á vítapunktinn og var öruggur.

Staðan 1-0 í hálfleik. Í seinni hálfleiknum reyndu gestirnir hvað þeir gátu til að drepa leikinn en það tókst þeim ekki. Magni fékk hins vegar ekki mörg góð færi til að jafna.

Í uppbótartíma var enn eitt vítaspyrnutilkallið gert. Magnamenn vildu fá víti en ekkert var dæmt.

Lokatölur 1-0 fyrir Leikni sem er núna á toppi deildarinnar með 33 stig. Fram er með jafnmörg stig og á leik til góða, en Keflavík er með tveimur stigum minna og á tvo leiki til góða. Magni er á botninum með níu stig.

Önnur úrslit:
Lengjudeildin: Vestri hafði betur í mýrarbolta
Athugasemdir
banner
banner
banner