Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 20. september 2021 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sagði engum að hann hefði farið í covid-sprautu degi fyrir leik
Manga Escobar
Manga Escobar
Mynd: Haukur Gunnarsson
Manga Escobar var í gær aftur mættur í lið Leiknis eftir að hafa verið fjarri góðu gamni gegn ÍA í leiknum á undan.

Manga spilaði allan leikinn gegn Keflavík í gær og átti nokkra skemmtilega spretti sem glöddu augað.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  1 Keflavík

Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var spurður út í hvers vegna Manga Escobar var ekki með gegn ÍA fyrir rúmri viku.

„Hann fór í sprautu, covid-sprautu, daginn fyrir leik án þess að segja nokkrum manni og var bara veikur," sagði Siggi.

Varstu ósáttur með hann?

„Já," sagði Siggi.

Manga er þrítugur Kólumbíumaður sem Leiknir fékk fyrir tímabilið.

Lestu meira um Manga:
„Mér finnst hann alveg geggjaður"
Mætti drukkinn á æfingu í Kólumbíu - „Drullu spenntur að sjá þennan gæja"
„Gjörsamlega ótrúlegt að við fáum ekki allavega tvö víti í dag"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner