Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   þri 20. september 2022 13:00
Elvar Geir Magnússon
Sir Alex var viss um að Man Utd hefði tryggt sér Bellingham áður en hann samdi við Dortmund
Bryan Robson fyrrum leikmaður Manchester United segir að hann og Sir Alex Ferguson hafi verið sannfærðir um að Jude Bellingham myndi skrifa undir hjá United, áður en hann fór til Þýskalands og samdi við Borussia Dortmund árið 2020.

Bellingham hitti Robson, Sir Alex og Eric Cantona á æfingasvæði United þegar hann skoðaði þá kosti sem hann hefði.

Hjá Dortmund hefur Bellingham, sem er 19 ára í dag, orðið einn eftirsóttasti miðjumaður heims.

„Ég fylgdist grannt með honum í leiknum gegn Manchester City um daginn. Maður sér hversu mikið hann hefur þróast síðan við héldum að við værum búnir að tryggja okkur hann til Manchester United fyrir tveimur árum," segir Robson.

„Því miður fyrir okkur ákvað hann að fara til Þýskalands. Við héldum að við værum komnir með hann. Við funduðum með honum og foreldrum hans og eftir þann fund var hugsunin sú að hann væri að koma."

„Margir halda að hann sé bara sóknarmiðjumaður en hann getur leyst allt. Hann er með góðan skrokk, er með hraða og mikinn leikskilning. Hann þarf að hafa báða fætur á jörðinni og halda áfram að leggja hart að sér. Hann er með rosalega hæfileika."

Slegist verður um Bellingham næsta sumar en sagan segir að Dortmund gæti mögulega selt hann þá. Háværasta sagan er að Liverpool muni leggja allt kapp á að krækja í hann.

Sjá einnig:
Southgate getur ekki geymt Bellingham á bekknum
Athugasemdir
banner
banner