Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 20. október 2019 21:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Keane ekki skemmt þegar hann sá leikmenn í göngunum
Roy Keane.
Roy Keane.
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrum fyrirliða Manchester United, var ekki skemmt þegar hann sá leikmenn Man Utd og Liverpool heilsast og faðmast í göngunum fyrir leik liðannna í ensku úrvalsdeildinni þennan sunnudaginn.

Þetta voru erkifjendur að mætast, mikill rígur hefur verið á milli United og Liverpool í gegnum tíðina.

Fyrir leikinn í dag birtust myndir á Sky Sports af brasilískum leikmönnum Man Utd og Liverpool að faðmast.

Roy Keane var nú ekki vanur að heilsa mönnum fyrir leik þegar hann var að spila og honum var ekki skemmt er hann sá myndir úr leikmannagöngunum fyrir leikinn í dag.

„Mér finnst þetta hræðilegt. Þú ert að fara í stríð," sagði Keane sem var sérfræðingur hjá Sky Sports.

„Þeir eru að faðmast og kyssast, þú átt ekki einu sinni að líta á andstæðinginn. Leikmennirnir hafa breyst. Þú ert að fara í stríð með þá og þeir eru að faðma hvorn annan."

„Ræddu við þá eftir leikinn... veistu ekki einu sinni ræða við þá eftir leikinn," sagði Keane.

Keane var ekki vanur að faðma menn og kyssa þá, eins og sjá má hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner