Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 20. október 2019 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vigdís Edda í Breiðablik (Staðfest)
Vigdís Edda í leik með Tindastól gegn FH.
Vigdís Edda í leik með Tindastól gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Breiðablik hefur krækt í miðjumanninn Vigdísi Eddu Friðriksdóttur frá Tindastóli. Hún skrifar undir tveggja ára samning við Breiðablik.

Vigdís Edda er fædd árið 1999 og leikur alla jafnan sem miðjumaður. Hún er uppalin á Sauðárkróki og var frábær í liði Tindastóls í sumar þar sem hún skoraði 9 mörk í 20 leikjum í deild og bikar.

Hún hefur alls leikið 79 leiki fyrir meistaraflokk Tindastóls og skorað í þeim 25 mörk.

„Við bjóðum Vigdísi Eddu velkomna til Breiðabliks og hlökkum til að sjá hana á vellinum," segir í tilkynningu Blika.

Breiðablik hafnaði í öðru sæti Pepsi Max-deildarinnar á nýliðnu tímabili, tveimur stigum frá Íslandsmeisturum Vals.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner