Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   þri 20. október 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Hvernig stillir Solskjær upp miðjunni á næstunni?
Manchester United vann Newcastle 4-1 um helgina þar sem Bruno Fernandes, Fred og Scott McTominay spiluðu saman á miðjunni. Paul Pogba, Nemanja Matic og Donny van de Beek byrjuðu allir á bekknum en Ole Gunnar Solskjær hristi upp í hlutunum eftir 6-1 tapið gegn Tottenham á dögunum.

„Ég held að þetta sé ekki miðjan sem við munum sjá í flestum leikjum Manchester United á þessu tímabili," sagði Orri Freyr Rúnarsson, stuðningsmaður Manchester United, um liðið um helgina þegar rætt var um United í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" í dag.

„Það þurfti að gera breytingar eftir Tottenham leikinn en ég held að þetta séu ekki breytingar sem eru komnar til að vera. Við munum fljótlega aftur sjá Pogba koma inn og mögulega Matic með honum. Svo er spurning hvort hann finni uppstillingu þar sem Pogba, Bruno og Van de Beek geta spilað saman."

Juan Mata kom einnig inn í liðið gegn Newcastle og sýndi góða frammistöðu.

„Ég held að Mata spili þessa leiki. Þar sem United er mikið með boltann og þarf að opna varnirnar. Hann mun ekki spila gegn Chelsea og PSG held ég, nema þá að hann komi inn á í lokin," sagði Orri.

„Hann sýndi þarna að hann er ennþá góður í fótbolta en hann hefur kannski ekki hraðann sem Solskjær vill að framlínan hafi," sagði Orri um Mata.

Í þættinum var einnig rætt um liðsuppstillingu Manchester gegn PSG í Meistaradeildinn í kvöld en Scott McTominay gæti farið í vörnina þar í fjarveru Harry Maguire.
Enski boltinn - Ótrúleg úrslit og hrikalegar fréttir
Athugasemdir
banner