Riðlakeppni Meistaradeildarinnar fer af stað í dag og er nóg af fjöri á dagskrá þar sem nokkur af sterkustu félagsliðum heims mæta til leiks.
Ítalíumeistarar Juventus heimsækja besta lið Úkraínu til Kænugarðs þar sem þeir munu reyna fyrir sér gegn Dynamo Kiev.
Skömmu eftir leikslok fara næstu leikir af stað og þar eru þrír alvöru stórleikir. Manchester United heimsækir PSG á meðan Chelsea tekur á móti Evrópudeildarmeisturum Sevilla og vængbrotið lið Lazio fær Borussia Dortmund í heimsókn.
Barcelona á þá heimaleik gegn ungversku meisturunum í Ferencvaros og tekur RB Leipzig á móti tyrkneska stórliðinu Istanbul Basaksehir.
F-riðill:
16:55 Zenit - Club Brugge
19:00 Lazio - Dortmund (Stöð 2 Sport)
E-riðill:
19:00 Rennes - FK Krasnodar
19:00 Chelsea - Sevilla
G-riðill:
16:55 Dynamo Kiev - Juventus (Stöð 2 Sport 4)
19:00 Barcelona - Ferencvaros
H-riðill:
19:00 PSG - Man Utd (Stöð 2 Sport 4)
19:00 RB Leipzig - Istanbul Basaksehir
Athugasemdir