Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 20. október 2021 11:47
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Fundur ríkisstjórnarinnar 
Íslenska ríkið tekur þátt í dómsmáli vegna Ofurdeildar Evrópu
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis og þróunarsamvinnuráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis og þróunarsamvinnuráðherra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ vakti athygli stjórnvalda á málinu.
KSÍ vakti athygli stjórnvalda á málinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Barcelona er eitt þriggja liða sem standa eftir í Ofurdeild Evrópu.
Barcelona er eitt þriggja liða sem standa eftir í Ofurdeild Evrópu.
Mynd: Getty Images
Ríkisstjórnin kom fram á vikulegum fundi í sínum í gær og í dagskrá fundarins kom fram að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafi þar rætt um þátttöku íslenskra stjórnvalda í dómsmáli fyrir dómstóli ESB í máli Ofurdeildar Evrópu gegn UEFA og FIFA.

Fóbolti.net óskaði eftir að fá afhent minnisblað vegna þessa máls frá ráðuneytinu en þar kemur fram að KSÍ hafi vakið athygli stjórnvalda á því.

Ofurdeildin kærði til dómstóls Evrópusambandsins
Í apríl síðastliðnum var tilkynnt um stofnun Ofurdeildar Evrópu (The Super League) en tólf stór félög úr Evrópu komu að stofnun deildarinnar sem átti á endanum að telja 20 lið, þar af 15 sem ættu fast sæti óháð gengi heimafyrir.

Liðin voru Manchester City, Manchester United, Arsenal, Chelsea, Tottenham og Liverpool frá Englandi. Inter Milan, AC Milan og Juventus frá Ítalíu auk Atlecico Madrid, Real Madrid og Barcelona frá Spáni.

Mikil óánægja var í fótboltasamfélaginu með áformin og 9 af 12 félögum drógu sig til baka á næstu tveimur dögum. Eftir stóðu Barcelona, Real Madrid og Juventus sem ákváðu að fara í hart og hafa í nafni deildarinnar farið í mál gegn FIFA og UEFA fyrir dómstóli Evrópusambandsins.

80-90% tekna KSÍ koma frá UEFA og FIFA
Í minnisblaði Utanríkisráðherra kemur fram að íslensk stjórnvöld hafi í gær skilað skriflegum athugasemdum í málinu sem varðar beiðni frá spænskum dómstóli í Madrid um forúrskurð í málinu.

„Í málinu óskar stefnandi eftir staðfestingu þess efnis, að með því að koma í veg fyrir skipulagningu ofurdeildar Evrópu, hafi stefndu tekið þátt í samstilltum aðgerðum og misnotað markaðsráðandi stöðu sína á markaðnum fyrir skipulagningu alþjóðlegra keppna í knattspyrnu í Evrópu og markaðnum fyrir markaðssetningu á réttindum tengdum slíkum keppnum. Þá óskar stefnandi eftir bráðabirgðaaðgerðum til að greiða fyrir skipulagningu og þróun ofurdeildar," segir í minnisblaði ráðuneytisins.

Þar kemur einnig fram að eftir samskipti stjórnvalda við KSÍ hafi komið fram sú skoðun að mikilvægt væri að stjórnvöld tækju þátt í málinu fyrir dómstóli ESB til stuðnings málstað UEFA og FIFA. Meðal annars var bent á að um 80% - 90% tekna KSÍ koma frá UEFA og FIFA. Ljóst er því að verulegir hagsmunir eru undir fyrir knattspyrnuhreyfinguna á Íslandi.

„Í athugasemdum stjórnvalda fyrir dómstólnum var lögð áhersla á kosti núverandi fyrirkomulags og mikilvægis uppbyggingar íþróttamála í Evrópu, þar sem lögð er áhersla á forræði frjálsra félagasamtaka (e. European Sp01i Model). Þá er því m.a. lýst hve miklu þetta fyrirkomulagi skipti í íslensku samhengi, að tekjur af stórviðburðum skili sér aftur til smærri eininga, o.fl," segir í minnisblaðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner