Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 20. nóvember 2019 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Crouch: Slógust með berum hnefum
Mynd: Getty Images
Peter Crouch, fyrrum landsliðsmaður Englands, er búinn að gefa álit sitt á agabrotinu sem átti sér stað innan herbúða enska landsliðsins í landsleikjahlénu.

Raheem Sterling réðst þá að Joe Gomez, sem hafði gert grín að landsliðsfélaga sínum, og endaði dæmið á því að Gareth Southgate landsliðsþjálfari tók Sterling úr leikmannahópnum fyrir leikinn gegn Kósovó.

„Ég hef verið partur af liðum þar sem leikmenn slógust með berum hnefum. Einu sinni var knattspyrnustjóri kýldur í jörðina í hálfleik," sagði Crouch.

„Enska landsliðið sem ég spilaði í var miklu ákafara en þetta sem er núna. Þá var alvöru klíkuskapur, þar sem leikmenn Arsenal sátu saman, leikmenn Liverpool, leikmenn Chelsea og svo framvegis. Það er ekki þannig lengur, núna er stemningin meira eins og hjá félagsliði.

„Ég held að Southgate hafi ekki átt að gera þetta Sterling mál svona stórt. Hann átti að afgreiða þetta strax innanhúss.

„Ég man þegar ég var með landsliðinu og tveir leikmenn slógust á leið inn í klefa í hálfleik. Annar sparkaði með takkana í bringuna á hinum, hnefar fóru á loft og þurfti þjálfarinn að stöðva slagsmálin.

„Við komum inn í seinni hálfleikinn og náðum að jafna eftir að hafa verið undir í hálfleik."


Crouch er einn af mörgum sem telja Southgate hafa höndlað þetta mál á rangan hátt. Málið vakti gríðarlega mikla og óþarfa athygli í fjölmiðlum.
Athugasemdir
banner
banner
banner