Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 20. nóvember 2020 15:00
Magnús Már Einarsson
Brynjar Ásgeir ætlar að spila áfram - Stýrir ÍH einnig
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Brynjar Ásgeir Guðmundsson mun halda áfram sem þjálfari ÍH í 3. deildinni næsta sumar. Samhliða því stefnir hann á að spila fótbolta áfram.

Brynjar er uppalinn hjá FH og hefur lengst af á ferlinum spilað með Fimleikafélaginu. Hann spilaði ekkert í sumar eftir að hafa slitið hásin í vor.

„Nú er ég að vinna í því að ná mér heilum í samvinnu við FH. Svo koma samningsmálin í ljós eftir áramótin," sagði Brynjar Ásgeir við Fótbolta.net í dag.

„Endurhæfingin gengur vel. Er farinn að hlaupa og stefni á að vera farinn að æfa á fullu í febrúar. Er hungraður að spila fótbolta á næsta tímabili og haga minni endurhæfingu eftir því. Svo kemur í ljós hvað verður. En auðvitað er ég fyrst og fremst FH-ingur."

ÍH vann 4. deildina í sumar og Brynjar Ásgeir stefnir á áframhaldandi velgengni þar. „Við ætlum að komast upp úr þessari 3. deild og munum gera atlögu að því," sagði Brynjar Ásgeir.
Athugasemdir
banner
banner