Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 20. nóvember 2021 15:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Greenwood greindist með Covid
Mynd: Getty Images
Watford og Manchester United eigast við í Úrvalsdeildinni þessa stundina.

United tapaði grannaslagnum gegn Man City í síðustu umferð og Ole Gunnar Solskjær stjóri liðsins er ekki búinn að gleyma því.

„Síðasti leikur hefur alltaf áhrif, það voru vonbrigði að tapa. Þó svo að þetta hafi verið fyrir tveimur vikum síðan er maður enn að hugsa um það. Frammistaðan hefur ekki verið góð að undanförnu og við þurfum að gera betur."

Mason Greenwood greindist með Covid og er því ekki með í leiknum í dag. Jadon Sancho kemur inn í hans stað. Hann var á mála hjá Watford í yngri flokkum.

„Því miður hefur Greenwood greinst með Covid. Sancho hefur átt góða viku, vonandi mun hann skora á sínum gamla heimavelli."

Það er mikil pressa á Solskjær en hann kom með mjög politískt svar er hann var spurður hvort það væri nauðsynlegt fyrir sig að vinna í dag.

„Það er pressa á United að vinna alla leiki. Auðvitað þurfum við að vinna til að styrkja stöðuna okkar í deildinni."
Athugasemdir
banner
banner
banner