Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   mán 20. nóvember 2023 18:48
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Englands gegn N-Makedóníu: 18 ára gamall Lewis spilar sinn fyrsta leik - Kane á bekknum
Mynd: EPA
Enska landsliðið mætir Norður-Makedóníu í C-riðli í undankeppni Evrópumótsins klukkan 19:45 í kvöld en þetta er síðasti leikur beggja liða.

Harry Kane, markahæsti landsliðsmaður Englands, er á bekknum í kvöld en Ollie Watkins, framherji Aston Villa, er fremstur í dag.

Trent Alexander-Arnold og Declan Rice eru á miðsvæðinu og þá byrja hinn 18 ára gamli Rico Lewis í vinsti bakverði.

Marc Guehi og Harry Maguire eru miðverðir.

Byrjunarlið Englands: Pickford (M), Walker, Maguire, Guehi, Lewis, Rice, Alexander-Arnold, Saka, Foden, Grealish, Watkins.

Englendingar eru búnir að vinna riðilinn og komnir með farseðilinn á EM, en Ítalía eða Úkraína fylgir liðinu upp úr riðlinum og á lokamótið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner