Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 20. desember 2022 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arsenal að berjast við önnur ensk félög um Cunha
Matheus Cunha.
Matheus Cunha.
Mynd: EPA
Arsenal hefur áhuga á Matheus Cunha, sóknarmanni Atletico Madrid, samkvæmt heimildum vefmiðilsins Goal.

Arsenal varð fyrir áfalli á meðan HM stóð þar sem Gabriel Jesus meiddist í leik með Brasilíu. Jesus hefur leikið afskaplega vel með Arsenal fyrri hluta tímabilsins.

Eddie Nketiah er kostur í það að leysa Jesus af hólmi en hann á eftir að sannfæra fólk.

Arsenal gæti reynt að styrkja sig framarlega á vellinum til að auka breiddina og er Cunha fáanlegur á markaðnum. Leeds, Aston Villa og Úlfarnir hafa líka áhuga á honum.

Cunha hefur skorað sjö mörk í 54 leikjum fyrir Atletico en hann hefur ekki náð að vinna sér inn fast sæti í byrjunarliðinu hjá spænska félaginu.

Arsenal er sem stendur á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fimm stiga forskot á Manchester City.
Athugasemdir
banner
banner
banner