Besta deild kvenna mun hefjast með stórleik Vals og Breiðabliks þann 25. apríl næstkomandi.
Þessi tvö lið hafa verið þau bestu á landinu undanfarin ár, en það breyttist í sumar þegar Stjarnan kom sér upp fyrir Breiðablik. Valur endaði sem tvöfaldur meistari.
Svona lítur 1. umferðin út:
Valur - Breiðablik
Stjarnan - Þór/KA
ÍBV - Selfoss
Tindastóll - Keflavík
Þróttur R. - FH
KSÍ hefur gefið það út að breytingar verða gerðar á fyrirkomulagi deildarinnar fyrir næsta sumar. Breytingarnar eru svipaðar og voru gerðar fyrir Bestu deild karla síðasta sumar.
Í fyrri hluta mótsins er leikinn hefðbundin tvöföld umferð, heima og að heiman. Í seinni hluta mótsins er mótinu skipt í tvo hluta. Í efri hlutanum leika efstu sex félögin einfalda umferð um sigur í mótinu og um tvö Evrópusæti. Í neðri hlutanum leika félögin fjögur sem enduðu í sætum 7-10, einfalda umferð um að forðast fall.
Einnig breytingar í Lengjudeild karla
Þá verða einnig breytingar á fyrirkomulagi í Lengjudeild karla, líkt og búið var að segja frá.
„Keppni Lengjudeildanna hefst í byrjun maí. Breytingar hafa verið gerðar á keppni Lengjudeildar karla á þann hátt að félögin í sætum 2-5 fara í umspil um eitt laust sæti í Bestu deild karla að ári," segir á vef KSÍ.
Athugasemdir