Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 21. janúar 2025 14:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eitthvað sem Sölvi mun ekki gera aftur
Icelandair
Sölvi var hluti af teymi landsliðsins.
Sölvi var hluti af teymi landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi hefur verið ráðinn aðalþjálfari Víkings.
Sölvi hefur verið ráðinn aðalþjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Arnar Gunnlaugsson, nýráðinn landsliðsþjálfari, sagðist ekki vilja sjá Sölva Geir Ottesen í Laugardalnum er hann sat fyrir svörum á sínum fyrsta fréttamannafundi í nýju starfi. Auðvitað sagði hann það í léttum tón.

Sölvi, sem var ráðinn aðalþjálfari Víkinga í gær, hefur verið hluti af teymi landsliðsins undanfarna mánuði en verður það ekki áfram. Hann hefur séð um föst leikatriði og hjálpað til við varnarleik.

Sölvi var spurður út í landsliðið í viðtali í gær en hann hefur verið hluti af teymi landsliðsins ásamt því að vera aðstoðarþjálfari Víkings.

„Veistu það að þetta er ekki fyrir alla, að vera bæði í félagsliðafótbolta þar sem þið eruð með í öllum keppnum og síðan þegar þú færð pásu, þá ferðu með landsliðinu. Þetta er ekki fyrir alla," segir Sölvi sem hefur sótt sér mikla reynslu síðustu árin.

„Þetta tók vissulega mikið á þó þetta hafi verið virkilega gaman. Þetta er eitthvað sem ég mun ekki gera aftur. Ég er feginn að geta einbeitt mér algjörlega að þessu," segir Sölvi sem mun einbeita sér alfarið að því að vera aðalþjálfari Víkings.

KSÍ er núna að leita að öðrum einstaklingi inn í teymi landsliðsins í stað Sölva.
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Athugasemdir
banner
banner