Víkingur greindi frá því í dag að þeir Ísak Daði Ívarsson og Sigurður Steinar Björnsson væru búnir að yfirgefa herbúðir félagsins. Félagið náði samkomulagi við leikmennina um riftun á samningin. Báðir eru þeir fæddir árið 2004, eru uppaldir hjá félaginu og hafa leikið fyrir yngri landslið Íslands.
Samningar þeirra beggja áttu að gilda út tímabilið 2025.
Samningar þeirra beggja áttu að gilda út tímabilið 2025.
Ísak Daði lék á sínum tíma tvo leiki með U19 landsliðinu. Hann lék tvo bikarleiki með Víkingi. Seinni hluta tímabilsins 2023 var hann á láni hjá Keflavík og á síðasta tímabili var hann fyrst hjá Þrótti og svo Gróttu.
Sigurður Steinar lék á sínum tíma fjóra leiki með U19 landsliðinu og skoraði eitt mark. Hann lék sex deildarleiki og einn bikarleik með Víkingi. Tímabilið 2023 var hann hjá Gróttu og í fyrra lék hann með Þrótti á láni og kom við sögu í öllum leikjum liðsins.
„Báðir eru þeir mjög teknískir og leiknir og það er gríðarlega mikilvægt að leikmenn á þessum aldri fái að spila. Hæfileikar þeirra munu njóta sín í rétta félaginu, á því liggur enginn vafi. Sigurður er á leið í skóla í USA og Ísak verður ekki lengi án félags. Það er alveg á hreinu," segir Kári Árnason sem er yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi.
Athugasemdir