Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 21. janúar 2025 11:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak Daði og Sigurður Steinar yfirgefa Víking
Ísak Daði og Sigurður Steinar fóru saman á reynslu til Venezia árið 2022.
Ísak Daði og Sigurður Steinar fóru saman á reynslu til Venezia árið 2022.
Mynd: Víkingur R.
Víkingur greindi frá því í dag að þeir Ísak Daði Ívarsson og Sigurður Steinar Björnsson væru búnir að yfirgefa herbúðir félagsins. Félagið náði samkomulagi við leikmennina um riftun á samningin. Báðir eru þeir fæddir árið 2004, eru uppaldir hjá félaginu og hafa leikið fyrir yngri landslið Íslands.

Samningar þeirra beggja áttu að gilda út tímabilið 2025.

Ísak Daði lék á sínum tíma tvo leiki með U19 landsliðinu. Hann lék tvo bikarleiki með Víkingi. Seinni hluta tímabilsins 2023 var hann á láni hjá Keflavík og á síðasta tímabili var hann fyrst hjá Þrótti og svo Gróttu.

Sigurður Steinar lék á sínum tíma fjóra leiki með U19 landsliðinu og skoraði eitt mark. Hann lék sex deildarleiki og einn bikarleik með Víkingi. Tímabilið 2023 var hann hjá Gróttu og í fyrra lék hann með Þrótti á láni og kom við sögu í öllum leikjum liðsins.

„Báðir eru þeir mjög teknískir og leiknir og það er gríðarlega mikilvægt að leikmenn á þessum aldri fái að spila. Hæfileikar þeirra munu njóta sín í rétta félaginu, á því liggur enginn vafi. Sigurður er á leið í skóla í USA og Ísak verður ekki lengi án félags. Það er alveg á hreinu," segir Kári Árnason sem er yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi.
Athugasemdir
banner
banner
banner