Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 21. febrúar 2020 17:40
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: ÍR 
ÍR semur við fjóra leikmenn - Ari og Halldór skrifuðu undir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Arnarsson, spilandi aðstoðarþjálfari ÍR, er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við félagið. Halldór er fæddur 1989.

Þrír aðrir leikmenn skrifuðu undir tveggja ára samninga. Allir leika þeir miðsvæðis eða framarlega á vellinum og eru fæddir ýmist 1993 og 1994.

Styrmir Erlendsson, sem gerði frábæra hluti að láni hjá Elliða í fyrra, er búinn að skrifa undir ásamt Jónatan Hróbjartssyni og Ara Viðarssyni.

Jónatan var lánaður til Léttis í fyrra á meðan Ari spilaði 18 leiki fyrir ÍR í 2. deildinni og þrjá í bikarnum.

ÍR endaði um miðja deild í fyrra, með 29 stig úr 22 leikjum.

„Halldór, Ari og Jónatan eru uppaldir ÍR-ingar frá blautu barnsbeini en Styrmir kom til félagsins frá Fylki árið 2013 að undanskildu seinasta tímabili þar sem hann lék með Elliða í 4. deildinni," segir á vefsíðu ÍR.

„Allir þessir leikmenn eru því stuðningsmönnum vel kunnugir og liðsmönnum sínum afar mikilvægir."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner