Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 21. febrúar 2020 22:20
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Kubo og Joaquin skoruðu í sex marka leik
Mynd: Getty Images
Real Betis 3 - 3 Real Mallorca
0-1 Cucho Hernandez ('16 )
1-1 Sergio Canales ('19 , víti)
1-2 Ante Budimir ('27 )
2-2 Nabil Fekir ('35 , víti)
3-2 Joaquin ('48 )
3-3 Takefusa Kubo ('70 )

Það var mikil skemmtun í boði þegar Real Betis og Real Mallorca mættust í fyrsta leik helgarinnar í spænska boltanum í kvöld.

Cucho Hernandez skoraði glæsilegt mark eftir rétt rúman stundarfjórðung af leiknum en Sergio Canales jafnaði úr vítaspyrnu skömmu síðar.

Ante Budimir kom Mallorca yfir á nýjan leik eftir góðan undirbúning frá Takefusa Kubo sem er hjá félaginu að láni frá Real Madrid en átta mínútum síðar fengu heimamenn aðra vítaspyrnu dæmda sér í hag.

Í þetta sinn steig Nabil Fekir á punktinn og skoraði. Staðan 2-2 í hálfleik.

Gamla kempan Joaquin, 38 ára, kom Betis yfir eftir vel útfærða skyndisókn í upphafi síðari hálfleiks. Þetta var áttunda mark Joaquin á deildartímabilinu.

Betis hélt forystunni í tuttugu mínútur en japanska ungstirnið Kubo átti frábæran leik og var ekki á því að gefast upp. Hann jafnaði eftir laglegt einstaklingsframtak á 70. mínútu.

Meira var ekki skorað og niðurstaðan 3-3 jafntefli. Betis er um miðja deild á meðan Mallorca er einu stigi fyrir ofan fallsvæðið.
Athugasemdir
banner
banner