banner
   þri 21. febrúar 2023 15:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man City að næla í leikgreinanda Newcastle
Leyland (til hægri) eftir að Liverpool vann HM félagsliða.
Leyland (til hægri) eftir að Liverpool vann HM félagsliða.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt Daily Mail er Manchester City að fá Mark Leyland, leikgreinanda hjá Newcastle, í sínar raðir.

Leyland kom inn í teymið hjá Newcastle um það leyti og Eddie Howe tók við stjórastarfinu. Leyland var fenginn frá Liverpool til að leiða umbreytingu félagsins úr því að vera með lið í fallbaráttu og í að berjast um Meistaradeildarsæti.

Leyland hafði áður unnið hjá Everton og Burnley, hjá Burnley vann hann í fyrsta skiptið með Howe. Hann mun yfirgefa Newcastle eftir tímabilið.

Hann gerði það eftirtektarverða hluti hjá Newcastle að það vakti athygli Englandsmeistaranna. Hann mun taka að sér starf sem felur í sér að aðstoða öll félögin sem eru í City Football Group.


Athugasemdir
banner
banner
banner