Mats Hummels varnarmaður Dortmund var allt annað en sáttur eftir leik liðsins gegn PSV í Meistaradeildinni í gær.
Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Donyell Malen kom Dortmund yfir gegn sínum gömlu félögum en Luuk de Jong jafnaði metin úr vítaspyrnu og tryggði hollenska liðinu jafntefli.
PSV fékk vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik þegar Hummels braut á Malik Tillman en varnarmaðurinn var alls ekki sáttur með dóminn þar sem hann taldi sig hafa náð boltanum.
Dómarinn var ekki sendur í VAR skjáinn og dómurinn stóð.
Hummels fór á X eftir leikinn til að tjá sig um atvikið.
„Twitter er að bíða eftir þessu og Twitter fær þetta. Þvílíkur brandari þessi vítaspyrna sem við fengum á okkur. Aftur lendum við í þessu, ég trúi ekki að það sé hægt að taka svona ákvarðanir eins og í dag, gegn Chelsea og PSG," skrifaði Hummels.
Sjáðu brotið og vítaspyrnuna hér
Twitter waits for it. Twitter gets it. What a joke of a penalty against us. Again! I cannot believe there can be decisions like today or against Chelsea or PSG with the VAR.
— Mats Hummels (@matshummels) February 20, 2024